Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 78

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 78
78 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ mér á að bæta 24% verðskerðingu við veiðileysið og því fór ég ekki á bátinn aftur. Þá lá leið mín um borð í togarann Sigurð til Arinbjörns Sigurðssonar skipstjóra og mun það hafa verið 1967. Þar undi ég hag mínum vel og á Sigurði var ég allt til þess tíma er hann var sendur erlendis til þess að breyta honum í loðnuveiðiskip. Oft var mikið fiskirí á Sigurði og einu sinni fiskuðum við 560 tonn á níu dögum, einkum þorsk. En þegar skipið var sent erlendis vegna breytingarinnar tók við um fjögurra mánaða hlé hjá mér frá sjón- um. Þann tíma starfaði ég að dýpk- unarframkvæmdum, fyrst inni í Sundahöfn og þá í Grindavík.“ Árin á Engey „Nú var komið fram á árið 1974 og kom þá til landsins hin nýja og glæsi- lega Engey sem Hraðfrystistöðin í Reykjavík átti og fékk ég pláss þar um borð. Skipstjóri var Árinbjörn Sigurðsson, sem ég þekkti vel frá ár- unum á Sigurði.Á Engey var ég svo sleitulítið síðan, en var þó í tvö eða þrjú ár á togaranum Otri, sem ísfélag Hafnarfjarðar átti, meðan Engeyjan var erlendis þar sem hún var lengd. Við fiskuðum vel á Otri og ég minnist tímans þar um borð með ánægju. En 1980 brotnaði vélin í Otri og sama ár lá leið mín á ný um borð í Engeyna. Skipstjórar á Otri voru þennan tíma m.a. þeir Gunnar Auðunsson og Jó- hann Guðmundsson og fleiri ágætir menn. Minnisstæðast frá síðasta sjómennskuári mínu er ferð Engeyjar með 84 björgun- armenn vestur á Isafjörð vegna snjóflóðsins í Súða- vík á fyrra ári. Við hreppt- um slæmt veður og til marks um það er að þegar við fór- um frá Reykjavík gekk skipið 13 mílur allt að Látra- bjargi, en eftir það var ferð- in ekki nema 7 mílur. Ekki segi ég að ég hafi ekki séð verra veður en vegna allra þrengslanna um borð í skipinu varð þessi ferð ógleymanleg. En nú var tekið að styttast í sjó- mannsferli mínum, þar sem áhöfn- inni á Engey var sagt upp þann 13. desember 1994 vegna hagræðingar og skipið sent út til breytinga. Því var það að hinn 9. janúar á fyrra ári geng- um við skipsfélagarnir frá borði og þar með var sjómennskuferli mínum lokið. Því á ég nú heldur náðuga daga heima við en á mér nóg áhugamál og iðka margt mér til afþreyingar — til dæmis vinn ég við að læra bókband og útskurð og hef mikla ánægju af því. “ „Hef aðeins kynnst góðum mönnum“ „Þegar ég lít yfir langan sjómanns- feril verð ég að segja að ég hef verið heppinn og að ekkert alvarlegt hefur komið fyrir mig. Ég hef verið með alls konar mönnum og ekki reynt nema gott af hverjum og einum þeirra þótt sumir væru sagðir vera gallagripir. Hafi slíkt borið á góma hef ég aðeins sagt að þeir menn hafi þá verið sjálfum sér verstir og ekki haft fleiri orð um það. En ég læt mig hagsmunamál sjó- manna miklu varða og gæti flutt langt mál um þau efni. Þar á meðal er sú „hagræðing“ sem talin er vera í fækk- un áhafna skipanna. Þessi fækkun hefur orðið til þess að slysatíðnin hefur aukist mikið. Því veldur ekki síst hve tíðum menn verða að hlaupa yfir rennuna á skuttogurunum í vondum veðrum og með miklu þyngri veiðarfæri en áður þekktist. Þá skyldu menn gá að því að þegar búið er að fækka um tvo háseta þá hækkar hlutur skipstjóra út sex millj- ónum í sex milljónir níu hundruð og tuttugu og þrjú þúsund. Aðrir dauðir hlutir hækka og samkvæmt því — há- seti sem hafði þrjár milljónir fær nú þrjár milljónir fjögur hundruð fjöru- tíu og eitt þúsund. En hagræðingin byggist á því að tveir hásetar verða atvinnulausir og fara á atvinnuleysis- bætur og það kostar sína peninga. Því fari svo að þessir tveir hásetar fái einhverja íhlaupavinnu iækka laun hinna að sama skapi. Upphæðin verður því á endanum ámóta og sú sem greiðslur útgerðarinnar áður voru, nema hjá þeim sem hæstir eru á launaskrá. En aðallega er þessi hag- ræðing gerð af þeim ástæðum að afli minnkar og yfirmennirnir krefjast að halda sama kaupi og þeir áður höfðu. En það hindrar ekki að útgerðar- menn bendi á að laun háseta hafi á árinu hækkað um svo og svo mörg prósent. Það er meðal annars þessi þróun sem mér finnst illþolandi þessi dægrin og fleira vildi ég gjarna nefna. En þá yrði þetta viðtal öllu lengra en í upphafi stóð til.“ SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR Sendum öllum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.