Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 24
152 NORSK Þ]ÓÐERNISBARÁTTA eimreiðin lagt alt í sölurnar fyrir málefni sitt, eins og Vinje. Og eins og Henrik Ibsen spurði sjálfan sig að síðustu, hvort ehki hefði verið betra að fá að vera maður en skáld, svo kom sú hugsun upp hvað eftir annað hjá Aasen, að hann hefði lagt of mikið í sölurnar. Honum fanst oft, að hann vera einskonar klausturfangi, maður, sem settur hefði verið í fangelsi til að gera stórverk. Við Lars Eskeland skólastjóra í Voss sagði hann eitt sinn 1895 með tárin í augunum: »Eg sumla og tumla so lenge med dette málet, at eg fekk ikkje tid til a vera lukkelig-s1 2). Hann var bæði ásthneigður og heimiliselskur, og ef til vill hefir það verið allra dýpst í eðli hans. En hvors- tveggja varð hánn að fara á mis. Eftir að hann hafði lokið ferðalögum að mestu, bjó hann einn í Ijelegum húsakynnum í Kristjaníu. Það var kalt og snautt um hann í ellinni. Baráttan móti landsmálinu varð miklu harðari og sárbeittari en gegn stefnu þeirri, er þeir Hjelm og Wergeland höfðu reist og Knud Knudsen og Ole Vig síðar tekið upp. Og brátt tóku gömlu andstöðu stefnurnar höndum saman í þeirri bar- áttu, enda runnu þær saman smátt og smátt. Höfuðástæðan gegn landsmálinu var enn sem fyr gegn öllum tilraunum, til að skapa norskt mál, sú, að það væri skrælingjalegt og allri sannri menningu fjandsamlegt. Hvergi kemur þessi skoðun skarpara fram en hjá Henrik Ibsen í »Peer Gynt«. Vinje hafði ekki hlíft Ibsen fremur en öðrum, og Ibsen hefnir sín með því, að Ieiða hann fram á vitlausrahælinu á Egyftalandi (Huhu). Þar kallar Ibsen landsmálið »urskogssprog« (frum- skógamál) og lætur Huhu (Vinje) segja meðal annnars: »Skog- ens urlyd er forstummet. — — — Jeg har prövet — — — at belive liget — hævde folkets rett til skriget — skreget selv og pávist trangen til dess brug i folkesangen«s). Og svo segir hann Huhu vera »sig selv i kraft af at være fra sig«. Þetta síðasta er dálítið kátbroslegt líka af því, að svo virðist, að Ibsen hafi fengið að láni hjá Vinje þetta kjörorð sitt »at være 1) Eg stríddi svo lengi viö þefta mál, að eg fékk ekki tíma til að vera hamingjusamur. 2) Lausleg þýðing: „Frummál skóganna er þagnað. Eg hef reynt a& lífga líkið — halda á lofti rétti fólksins til að skrskja — skrækt sjálfur og sannað nauðsynina á að taka það upp í þjóðsönginn".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.