Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 51
EIMREIÐIN SAKRAMENT 179 En alt í einu opnaði gamla konan augun, sneri andlitinu að mér og starði á mig. Mér varð ónotalega við, og eg stóð osjálfrátt upp og gekk að rúminu. Augun voru svo hvöss og undarleg. Hún bærði varirnar, hún var að berjast við áð segja eitt- livað. En ekkert hevrðist. Eg beygði mig niður að henni, og lagði eyrað við, en heyrði fyrst ekkert, nema hrygluna. Svo var eins og kraftar hennar yxu, og eg heyrði slitrótt, en Sreinilega: »Guði — almáttugum — sé lof — að þér eruð kominn — séra Pétur — nógu fljótt*. Mér varð svo við, að eg rétti mig upp. Þetta hafði mér alls ekki dottið í húg. Eg var alveg ráðalaus, orðlaus augna- blik. Hún sá þegar hikið á mér, en misskildi mig auðsjáanlega. Angistarsvipur kom á gamla, úttaugaða andlitið. »Ó, drottinn minn«, stundi hún, og nú svo greinilega, að e9 heyrði vel orðaskil, »eg veit, að eg er ekki þess verðug, að fá þitt heilaga blóð til að lauga í syndasárin mín og græða þau. 0, drottinn minn«. Tárin komu fram í augun á henni. Hún lokaði þeim og endurtók stöðugt: »ó, drottinn minn«, en eg stóð sem högg- dofa, horfði á hana og vissi ekki, hvað eg átti að segja. Svo opnaði hún aftur augun. »Séra Pétur, séra Pétur«, sagði hún, »gefið þér mér sakramentið fljótt, í ]esú heilaga nafni«. Hún hreyfði sig eins og hún ætlaði að rísa upp í rúminu, en var svo máttfarin, að hún gat að eins lyft annari hendinni lítið eitt upp á móti mér. — Hún sagði þetta svo lágt, að eg heyrði það varla, en þó fanst mér hún hrópa — hrópa lengst utan úr hyldýpi örvæntingarinnar, hrópa á þá einu hjálp, sem unt var að fá. Þá hjálp, sem ein gat dugað úr því, sem komið var. Hvað átti eg að gera? Eg var í ákafri geðshræringu, og fann hve eg var ákaflega vanmáttugur þessa voðalegu stund. Hversu afskaplega vanmáttugur eg var gagnvarí ógn dauðans. Eg klappaði á kinnina á henni. Hún hrökk undan því, eins og hún þyldi það ekki. »Guð er miskunnsamur*, sagði eg, »verið rólegar. ]esús Kristur fyrirgefur yður syndir yðar. Þér hafið unnið verk yðar dyggilega, og fáið nú launin vel verðskulduð, góða, gamla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.