Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 30
158 NORSK ÞjÓÐERNlSBARÁTTA eimreiðiN er sögðu: »Hverr maðr á að biðja fyrir sér svá gott, sem hann kann, og hefr numit, fyrir því at vár drottinn kann allar tungur«. En flestir litu á það mál öðrum augum. Einn af þeim, er vægast dæmdi um málið á bókinni, segir t. d.: daglegu tali má bjargast við þetta mál, en hitt er annað, að nota slík orð og talshætti í kirkjubók og sálmasöng*. Konungleg nefnd var skipuð til að líta yfir sálmabókina. Henni kom saman um, að málið hæfði bókinni ekki. Og þegar hún var loks viðurkend 1869, hafði Landstað orðið að beySÍ3 sig fyrir almenningsálitinu og hún fengið danskan búning. En einmitt sama árið kom fyrsta heftið af »Nokre salmer«» eftir Elias Blix. Og þar með hafði landsmálið fengið sína sálmabók. Þótt hún væri ekki stór, bætti það úr, að sálmarnir báru í sér anda samiíðarinnar og voru sungnir út úr hjarta þjóðarinnar. Margir hneyksluðust á sálmunum vegna málsins, en allir þeir, sem voru yfir þá hleypidóma hafnir og vit höfðu á ljóðagerð, dáðust að þeim. Enginn varð þó hrifnari en Vinje. Hann hafði stundum sagt áður, að hánn ætti tvö mikil ætl- unarverk óleyst: að þýða biblíuna og Hómer. En er hann hafði lesið þessa sálma, sagði hann við Blix: »Nú tekur þu biblíuna, og svo hefi eg einhver ráð með Hómer«. Og þnð sá Vinje ekki rangt, að með Elias Blix hafði landsmálið fengið liðsmann, er treysta mátti og um munaði. Það er þriðji skör- ungurinn í baráttunni fyrir landsmálinu.j Elias Blix var fátækur bóndason frá Hálogalandi og faedd- ur 1836. Á æskuárum sínum var hann kennari, eins og bæði Aasen og Vinje, braust síðan áfram til frekari menta, varð guðfræðingur, en hélt áfram að stunda austurlandamál o9 varð að síðustu prófessor í hebresku. Margt var furðu líht með þeim Aasen, báðir vísindamenn og skáld. Höfuðverk Blix’s eru sálmarnir og þýðing á Nýja testamentinu (1890), er hann átti mestan þátt í, og var þó ekki einn um. Ivar Aasen varð að orði, er hannj sá þá þýðingu: »Hefðum við fengið slíka þýðingu á siðabótartímunum, hefði margt verið öðruvisi í Noregi nú, og öðruvísi hefði verið við marga banasængina4- ]afnvel þótt Blix-sálmarnir séu vafalaust langbestir and- legra ljóða með Norðmönnum, var það eigi fyr en 1892, sem leyft var að nota þá í kirkju, og fyrst 4 árum síðar notaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.