Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.04.1923, Blaðsíða 62
190 R1TS]A EIHREIÐIN og svo VI. kafli um nokkur heilbrigðismál. 1 þessum köflum eru mörg línurit til skýringar, og uppdráltur, er sýnir læknishéraðaskifting á landinu. Þá er 11. aðalkafli bókarinnar (200 bls.) eingöngu töflur, og má margt út úr þeim lesa fyrir þá, sem áhuga hafa á þessum fræðum. Þá er III- aðalkaflinn ágrip af aðalskýrslum héraðslæknanna, og loks IV. kafli sýn- ishorn af þessum skýrslum. Bók þessi er merkilegur vottur um óhemju starfsþrek höfundarins. Getur sá einn ímyndað sér, sem reynt hefir, hve mikið verk er t. d. að semja allar töflurnar í bókinni, ekki síst fyrir mann, sem ekki er bein- línis skóiaður í þeirri list. Var þetta mikið þarfaverk, og vonandi verður ekki framvegis látið safnast jafnmikið fyrir af heilbrigðisskýrslum, því að bæði er nauðsynlegt að fá þær sem jafnast, og auk þess er altaf hætt við að skýrslurnar verði ekki jafngóðar, ef svo lengi er látið safnast. /11. ;. ICELANDIC BOOKS of the Seventeenth Century 1601—1700 (Island- ica XIV) by Halldóv Hevmannsson 1922. Arið 1916 kom út IX. bindi af Islandica, og var það um íslenskar bækur 16. aldarinnar. Var það svo fullkomið, að hver maður gat eftir því fengið nálega tæmandi fróðleik um þetta efni, og var ómetanlegur stuðningur við rannsóknina á því tímabiii. Nú heldur höf. þessu áfram, og tekur hér næstu öldina á eftir með sama hætti. Hefst bókin með stuttum, en gagnorðum inngangi, þar sem höfundur- jnn rekur með fáum. dráttum sögu prentsmiðjunnar á 17. öldinni. Þó að skift hafi verið sundur um aldamótin 1600 til hægðarauka, þá er það engin eðlileg skifting, heldur þvert á móti. Það er á miðjum starfstíma Guðbrands. Hér koma því þær bækur, sem hann gaf út síðari árin. Eftir dauða hans heldur svo Þorlákur Skúlason, dóttursonur hans og eftir- maður, áfram að starfrækja prentsmiðjuna, og eftir hann Gísli biskup, sonur hans og eftirmaður á stólnum. Biskupsstóllinn og prentsmiðjan voru þv> um rúma öld f höndum þeirra frænda. En eftir dauða Gísla biskups er prentsmiðjan flutt frá Hólum (1685) að Skálholti, en úr ættinni fór hún ekki, því að Þórður biskup, bróðir Gísla, var þá tekinn við stólnum í Skálholti. Eftir 28 ár komst prentsmiðjan svo til Hóla aftur (1703) og þé úr ætt Guðbrands. Þórður biskup er sá eini, sem á þessari öld gefur út nokkuð annað en guðsorðabækur. Hefir það líklega verið fyrir áhrif frá fyrirrennara hans á stólnum, Brynjólfi Sveinssyni, að hann gaf út dálítið af íslenskum fornritum. Brynjólfur hafði sjálfur haft hug á að koma upp prentsmiðju,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.