Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Side 42

Eimreiðin - 01.10.1959, Side 42
280 EIMREIÐIN Sama ár kvað hann til afa síns, Þorsteins Illugasonar í Tunguseli: Ofur góður afi minn, askinn taka máttu þinn, líka í diskinn langar Jón, í lítinn bita og grautarspón. Frá því er sagt, að þeir feðgar, Samson og Jón, voru ein- hverju sinni að taka til í búrinu og bera þaðan matarílát. Þá var Jón 8 ára. Hann byrjaði: Út með kollu kjagaði kraftaleysið bagaði. Samson botnaði: Viiggur litli vagaði, vitið uppi dagaði. Tólf ára að aidri var Jón sendur út í Gunnarsstaði að vorlagi, en gaddur var yfir allt. Þá kvað hann: Mig að klæða fljótt ég fer, íögur gæði líta. Hugurinn æðir undan mér út á svæðið hvíta. Ungur að aldri fór Jón í vinnumennsku austur á Langanes- strönd, var m. a. á Skeggjastöðum og Djúpalæk. Séra Gunf' laugur Halldórsson var þá prestur að Skeggjastöðum, en £°r' söngvarinn hét Vilhjálmur, nefndur Villi, mikill á lofti. Þeg' ar það atvik gerðist, sem nú skal greina, var Jón vinnumaðu1 hjá séra Gunnlaugi. Þar var þá piparjómfrú, sem hét R°sa’ Villi liló að Rósu og gerði gys að því, að hún skyldi ekki gift' ast. Bað hann Jón, sem þá var um tvítugt, að yrkja vísu uiu Rósu og einlífi hennar. Jón kvað: Gömul Rósa orðin er, ást því gerir spara. Vill liúti ekki vefja að sér Vilhjálm forsöngvara? Af þessu reiddist Villi og bað Jón ekki oftar um vísu.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.