Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 19

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 19
RANNVEIG A. JÓHANNSDÓTTIR - ... Þau eru búin að búa til leikmynd í takt við leikritið sem pau ætla að leika. í þessari athöfn útbúa þau líka veitingar og bjóða formlega. Þau senda boðskort heim til mömmu og pabba og þau eru viðstödd hérna. Þetta er líka samvinna hér í hverf- inu. (Leikskólakennari 1) „Skólastund" kallaðist starfsemi fyrir elstu börnin í leikskóla 2 en var ekki stunduð í leikskóla 1. Hún var einu sinni í viku og ætlað að vera undirbúningur barnanna fyrir grunnskólann. Líkt var eftir skólastarfi í grunnskóla. Börnin sátu í hópi með fullorðnum og leystu ýmis verkefni sem ætluð eru sex ára nemendum í grunnskóla. Viðhorf til skólastundar og markmiða hennar voru ólík í leikskólunum. í leikskóla 2 kom eftirfarandi fram: Við höfum verið með það sem við köllum skólastarf ... Það eru gögn sem eru ísex ára bekkjum ... svona rétt að lofa þeim að líta á hvað þetta er. Þetta finnst þeim mjög spennandi. (Leikskólakennari 2) I leikskóla 1 kom þetta hins vegar fram: ... sennilega eru hópastundir, sem við köllum hér, kallaðar skólastundir í öðrum leikskólum. Það er kannski verið að vinna með sömu hluti og við ... petta að þau kunni að skrifa nafnið sitt, kunni að segja heimilisfang, hvað þau heita ... kunni að meðhöndla yddara og skæri ... En kannski til viðbótar hjá mörgum, eru ákveðin verkefnablöð í vinnslu ... Sp: Hvaða skoðun hefur þú á því? Sv: Við erum búnar að fara ígegnum umræður hér ... Afstaðan er íþá veruna að skólinn sjái um þessa þætti. Við sjáum um að efla sjálfstraustið og sjálfstæði svo að þau séu tilbúin að þekkja þessa þætti... (Leikskólakennari 1) Þróun læsis - lestur og ritun Lestur og ritun eru þættir sem beint og óbeint höfðu áhrif í báðum leikskólunum. Þeir voru ekki markvisst þjálfaðir en ritmál var engu að síður áberandi í umhverfinu eins og þegar hlutir voru merktir og nafn hvers barns skrifað á miða. í báðum skól- unum voru börnin hvött til þess að læra að skrifa nafnið sitt. Á hvorugum staðnum var börnunum kennt af ásetningi að lesa og skrifa, líkt og í grunnskóla. Starfsfólkið hvatti þau ef þau sýndu áhuga á að læra að skrifa stafi eða lesa sjálf í bók. Við leggjum svolitla áherslu á það við elstu börnin að þau læri að skrifa nafnið sitt ... (Leikskólakennari 1) I báðum leikskólunum var mikil áhersla lögð á að börnin hefðu aðgang að bókum og næðu sjálf í þær. Sögur voru lesnar fyrir þau bæði í stórum og litlum hópum og fyrir hvert og eitt þeirra. Lesið var fyrir þau á hverjum degi jafnvel nokkrum sinn- um á dag. Við eigum mjög mikið af bókum. Ég held að við eigum flestar bækur sem að hæfa þessum aldri afbörnum. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á það að það væri til nóg af bókum. (Leikskólastjóri 2) - Þau eru mörg með mismunandi bækur og ég sé það á bókunum að þær eru lesnar. Ég er mjög ánægð hvað þau eru mikið fyrir sögur. (Leikskólakennari 2) Börnin sýndu bókunum áhuga og notuðu þær á ýmsan hátt eins og kemur fram í viðtali við leikskólakennara: 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.