Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 17

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 17
AMALÍA BJÖRNSD., INGIBJÖRG SÍMONARD. OG JÓHANNA EINARSD. Les I og Les II Samdar voru sérstakar lestrarkannanir til að meta færni barnanna, Les I fyrir 1. bekk og Les II fyrir 2. bekk grunnskóla. Verkefnin í þessum lestrarkönnunum eru efnislega flest þekkt úr ýmsum öðrum könnunum en samsetning þeirra er eilítið frábrugðin og tekur mið af hugmyndafræðinni að baki HLJÓM-2. Nemendur þurfa því ýmist að greina að hljóð/bókstafi og orðhluta í orðum eða tengja saman. Þeir þurfa að vinna með texta og álykta um niðurstöður út frá málskilningi, máltilfinningu og/eða rök- vísi. I Les I eru átta verkefni með samtals 92 atriðum og er það ætlað fyrir nemendur í 1. bekk, en í Les II eru sjö verkefni með 102 atriðum og er það ætlað fyrir nemend- ur í 2. bekk. Verkefnin í Les II reyna mun meira á lesskilning en verkefnin í Les I. Spurningalisti Foreldrar barna sem tóku þátt í rannsókninni svöruðu spurningalista sem saminn var af höfundum HLJÓM-2. Þar var m.a. spurt um málþroska barnsins, venjur í sam- bandi við lestur fyrir barnið og mál-, tal- og stafsetningarörðugleika í fjölskyldunni. Alls var 21 spurning á listanum. Framkvæmd Þegar tilskilin leyfi lágu fyrir var HLJÓM lagt fyrir börnin af sérþjálfuðum prófend- um. Þetta var einstaklingsprófun og var reynt að láta hana fara fram við aðstæður þar sem litlar líkur væru á truflun. í niðurstöðum í þessari grein er notast við styttri út- gáfuna, HLJÓM-2, eins og áður sagði. Ástæða þess er sú að þetta próf hefur verið gef- ið út og er í notkun á fjöldamörgum leikskólum. Því eru upplýsingar um gildi þess meira virði en um HLJÓM sem ekki hefur verið gefið út. Fyrir börnin voru einnig lögð fjögur undirpróf málþroskaprófsins TOLD-2P (Ingi- björg Símonardóttir o.fl., 1995). Ekki verður fjallað um þær niðurstöður í þessari grein. Börnunum var fylgt eftir upp í 2. bekk grunnskóla. Við lok 1. bekkjar var lögð fyrir þau lestrarkönnunin Les I og við lok 2. bekkjar Les II. Enn fremur var málþroskapróf- ið TOLD-2P þá lagt fyrir í heild sinni. Sextán sérkennarar í viðkomandi skólum og tólf talmeinafræðingar sáu um framkvæmd lestrarkannananna og TOLD-2P. NIÐURSTÖÐUR Forspárgildi HUÓM-2 um færni í lestri í grunnskóla Fylgni HLJÓM-2 við árangur í lestri í 1. og 2. bekk er marktæk. í 1. bekk er hún r=0,53 (p<0,001) og í 2. bekk r=0,46 (p< 0,001). Fylgni einstakra þátta við lestrarkannanirnar Les I og Les II má sjá í töflu 1.11. bekk eru það þættirnir rím, samsett orð og hljóðgrein- ing sem hafa sterkasta fylgni við Les I en í 2. bekk eru það þættirnir samsett orð, rím og margræð orð sem hafa sterkustu fylgnina við lestrarkönnunina Les II. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.