Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 138

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 138
UÐAN FORELDRA OFVIRKRA BARNA OG REYNSLA Þ E I R R A A F SKÓLANUM hneiging er bæði hjá foreldrum og öðrum sem hafa afskipti af barninu til að leita skýringa hjá foreldrum, þ.e. að uppeldi sé um að kenna. í forrannsókninni kom fram að foreldrar (mæður) leituðu gjarnan skýringa á atferli barnsins hjá sjálfum sér og auk þess virtust aðrir sem höfðu afskipti af barninu geta haft sömu tilhneigingu, þar á meðal aðilar í skólakerfinu. Eftir að greining er fengin er komin önnur skýring. Sjálfsásökunum léttir af foreldrum og þeim finnst þeir geta farið að vinna markvissar að því að takast á við vanda barnsins. Þegar á heildina er litið virðist erfitt og streituvaldandi að ala upp ofvirkt barn. Foreldrar búa oft við vonleysi og finnst þeir ekki standa sig vel sem foreldrar. Það er erfitt að takast á við hegðun barnsins heima fyrir og foreldrar upplifa sektarkennd. Þeir hafa áhyggjur af framtíð barnsins, frammistöðu þess í skóla, félagslegum sam- skiptum og systkinum þess. Þrátt fyrir allt er þó mikill meirihluti foreldra sem upp- lifir líka ánægju og bjartsýni. Greining hefur augljóslega mikla þýðingu bæði hvað varðar líðan foreldra og samvinnu við skólakerfið. Eins og fram kemur í fræðilegum hluta hér á undan er góð samvinna skóla og for- eldra talin sérlega mikilvæg þegar ofvirk börn eiga í hlut. Auk þessa kemur fram að skólaganga barnsins er þáttur sem skiptir miklu máli fyrir líðan foreldra (sbr. Rief, 1993:5-8; Barkley, 1998:190-191). Þegar rýnt er í svör foreldra við spurningum um samskipti við skólakerfið vekur mesta athygli hvað reynsla foreldra virðist misjöfn. Þegar á heildina er litið eru þó fleiri foreldrar jákvæðir en neikvæðir. A þetta jafnt við um skoðun foreldra á þekk- ingu starfsfólks skóla, mat á samskiptum við skóla og hvernig brugðist er við of- virkum börnum í skólakerfinu. Af ofangreindu virðist mega draga þá ályktun að reynsla foreldra af skóla skiptist nokkuð í tvö horn. Ef til vill er nokkuð misjafnt eftir skólum og einstaklingum hversu mikil þekking, skilningur eða áhugi á ofvirkni er fyrir hendi og hvernig brugðist er við þörfum ofvirkra barna og foreldra þeirra. Aður hefur komið fram að skólaganga ofvirks barns veldur foreldrum umtals- verðum áhyggjum. I forrannsókninni kom í ljós að foreldrar geta þurft að leggja á sig mikla vinnu við að tala máli barnsins og koma upplýsingum til aðila innan skólans. Tvær mæðranna höfðu t. d. dreift skriflegum upplýsingum til skólans og var önnur þeirra nýbúin að halda fund með öllum kennurum barnsins sem hún hafði sjálf boð- að og jafnframt tekið saman talsvert efni með sér til upplýsinga fyrir kennara. „Þetta byggist allt á því að maður sé rosalega virkur í að láta skólann vita af öllu ... þetta er bara alveg hellings vinna ... Maður verður bara að vera framhleypinn og virkilega vel að sér bara til að geta staðið í þessu" sagði hún. Önnur móðir sagði „Ég verð að mata kennarann á öllu, hvernig skal koma fram við hann, hvað virkar ekki og hvað virkar." Eins og sjá má hér að framan telur meira en helmingur foreldra að skólinn eigi sjaldan eða aldrei frumkvæði að því að leita upplýsinga um barnið og koma þeim til viðeigandi aðila innan skólans. Það er greinilega misjafnt að mati foreldra að hve miklu leyti starfsfólk skóla sýnir skilning á ofvirkni og frumkvæði í að leita upplýs- inga og koma þeim til viðeigandi aðila í skólakerfinu. Þetta er í nokkru samræmi við rannsókn Margrétar Jóelsdóttur (2000:161) en þar kom m. a. fram að upplýsingaflæði í skóla um erfiðleika barnsins hefði mátt bæta. Töldu næstum allir kennararnir í þeirri rannsókn að þeir þyrftu á meiri upplýsingum að halda um ofvirkni. 136
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.