Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 10
2 Æ G I R Ameríkulandanna gegn ívilnunum á móti, t. d. að lækka toll á ávöxtum o. fl. Af íslands hálfu mun verða unnið að því, að fá einnig lækkaðan saltfisktoll- inn til þessara landa. Veðráttan. Tvo fyrstu mánuði ársins var tíðarfar mjög erfitl, stórviðri og stormar mjög tíðir og snjóþyngsli mikil um land allt. En í marzmánuði voru stillur og gæfta- sæld. A vertíðinni suð-vestanlands voru gæftir í meðallagi, vegna þess hve marz var áfallalítill. í Vestmannaeyjum eru að meðallali 28,4 stormdagar 5 fyrstu mánuði ársins, cn voru aðeins 24 að þessu sinni. Vorið var fremur kalt og óhagstætt gróðri, en veður hamlaði sjósókn ekki til muna. Sumarið var mjög votviðrasamt á Suður- og Vesturlandi og gekk því fisk- verkun mjög illa, en ekki urðu þó skemmdir á fiski þeirra hluta vegna. Fyrir Norðurlandi var hagstæð tið yfir síldveiðitímann, nema fj'rst framan af. Haustið var umhleypingasamt og rysjótt og því óhagstætt fyrir útgerðina, en vet- urinn var mildur og mjög snjóléttur lil nýárs. í desember var óvenju stillt tíð, svo að stormdagar í Veslmannaeyjum voru ekki nema 2, en eru að meðaltali 8,3. Hafís varð aldrei landfastur á árinu, en þó kom töluvert ísrek upp að Norð- Vesturströndinni i hyrjun júnimánaðar, og harst það alla leið upp á síldarmiðin, en hvarf þó þaðan skjótt aftur, og liafði því engin eða mjög lítil áhrif á síldveið- arnar. Utgerð og atlabrögð. Sunnlendingaíjórðungur. Vertíðin við Faxaflóa hyrjar jafnan upp úr áramótum, en svo var þó ekki á þessu ári, nema að nokkru leyti. Afla- ieysi var víðast livar í flóanum fyrst í janúar, og voru menn því ekki ginkeyptir fyrir því að stundá róðra, sem vart borg- uðu beituna, hvað þá annan tilkostnað. í ofviðrunum, sem geysuðu um mánað- armótin nóv.—des. árið áður, liöfðu margir bátar brotnað og laskast, og voru þeir því til viðgerðar í skipasmíðastöðv- unum, en öll vinna þar tafðist nokkuð vegna snjóa, sem dyngdi niður í janúar. Gæftasæld var mikil seinast í febrúar og allan marzmánuð, en fiskitregða víð- ast livar, sem leitað var. Fyrstu dagana í marz varð vart við loðnu í flestum véiðistöðvunum, og öfluðu þeir bátar á- gætlega, sem gátu náð í liana til beitu, en það var ekki neina lítill liluti af þeim hátafjölda, sem veiðar stunduðu. Um miðjan marz byrjaði Bjarni Andrésson skipstjóri að stunda loðnuveiðar á mb. „Dagsbrún“ úr Reykjavík, og gekk sú veiði vel. Keflvikingar keyptu mestan hluta af þeirri loðnu, sem Bjarni veiddi, og borguðu kr. 60,00 fyrir tn. Síðast i mánuðinum byrjuðu tveir aðrir bátar loðnuveiðar, en um mánaðamótin marz- apríl var hún orðin horuð og þorsk- urinn hættur að vilja liana. Síðan 1928 liefir svo að segja verið samfleytt loðnu- leysis-tímabil við Suð-vesturströnd lands- ins,. þar til í ár. í hyrjun maí gekk þorskur inn á víkur og voga í Faxaflóa. Var t. d. mikið af þorski í Sundunum við Reykjavík, í Hvalfirði og við Akranes. Hrognkelsaveiði var óvenju mikil bæði við Faxaflóa og Breiðafjörð. Víðast livar var róið til loka, nema

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.