Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 12
4 Æ G I R um léleg, að það mun þykja minnisstætt, í engri annari veiðistöð á landinu kom hlutfallslega jafnlítill afli á land og þar, miðað við árið á undan. Talið er að 40—50 fiskar liafi veiðst að meðaltali á 1000 öngla, en til saman- hurðar má geta þess, að árið 1930 veidd- ust að meðaltali 150 fiska á sama öngla- fjölda. Veðráttan á vertiðinni var þar langt fyrir ofan jneðallag, svo sjósókn tafðist ekki hennar vegna. Fiskur sá, sem veiddist við Vestmanna- evjar á vetrarvertíðinni, var í meðallagi stór og feitur. Eins og undanfarin ár, voru gerðar mælingar á fiski, stærð hans og lifrarmagn athugað, og er þá miðað við 700 kg. af fiski upp úr sjónum (með innýflum), en úr því fiskmagni var talið að fengist 1 skpd. af verkuðum fiski. (Hér er átt við harðþurrkaðan fisk, sem ætlaður er lil Portúgal eða Suður-Ame- ríku-landanna). úr 700 kg af fiski 100 fiskar 42 lítr. lifur •2S/, _ _ 100 _ 39 1% _ _ _ 78 — 58 3% 69 — 55 15Á — 80 _ 45 1 I I Ö"- cc 87 — 47 Frá Stokkseyri gengu 9 bátar, með samtals 105 menn. Voru 5 þeirra yfir 12 lestir og 4 minni. Almennt var ekki róið fyrr en eftir mánaðarmótin febr.-marz, og' var mjög tregur afli að jafnaði. Eftir sumarmál kom enginn afli þar á land. Ársafli 231 smál. (394). Frá Eyrarbakka gengu 3 bátar, með samtals 30 menn. Af þem er 1 bátur vfir 12 leslir og tveir minni, og er það 2 bát- um færra en árið áður. Ársafli 64 smál. (137). Frá Þorlákshöfn og Selvogi gengu 9 opnir vélbátar, með 89 manna áliöfn, og er það 4 bátum fleira en árið áður. Fvrstu vermenirnir kornu 10. febr., en þann inánuð var afli mjög lítill. Mest var veiðin vikuna fvrir páska. Ársafli 152 smál. (161). Raunverulegur afli þessara þriggja síð- asttöldu veiðistöðva er miklu meiri borið saman við aðrar veiðistöðvar, vegna þess að þar liefir aðeins verið saltaður stærsti og' liezti þorskurinn, en allur annar fisk- ur, sem liefir verið veiddur, notaður til matar, eða seldur í hinar viðlendu og fjölmennu sveitir, sem þar liggja i kring. Matfiskur var seldur upp og niður á 75 aura stvkkið með liaus og liala. Frá Grindavík gengu 31 bátur á vertíð- inni, með samtals 243 menn, og er það 6 bátum færra en ávið áður. Tveir þilbátar undir 12 lestum og 29 opnir vélbátar. Á vertíðinni var bezta veður á köflum, en fisktregða alla jafnan. Ársafli 361 smál. (595). Frá Höfnum gengu 12 opnir vélbátar, með 70 menn, og er það tveimur bátum færra en árið áður. í marzmánuði veidd- ist þar talsvert af loðnu, og fiskaðist vel meðan henni var beitt, enda var tíð þá allgóð. Vetrarvertíðin var mjög enda- slepp, því að þar kom enginn afli á land eftir sumarmál. Ársafli 205 smál. (170). Frá Sandgerði gengu 23 bátar, með samtals 184 menn. Af þeim voru 11 bát- ar vfir 12 lestir, 1 minni og 12 opnir vél- bátar, og er það 8 bátum færra en árið áður. Aðeins 5 aðkomubátar gengu það- an á vertíðinni. Afli var betri en árið áð- ur, miðað við bátafjölda. Arsafli 1169 smál. (1266). Fiskur, sem aflaðisF þar, var ekki stór og lieldur lifrarlítill, nema í byrjun vertíðar. úr 600 kg af fiski 40 lítr. lifur ---------------- 36 _ _ — -------------— 32 — — 1%----------------— 37 — — 30A---------------— 26 — — ---------------- 22 — —

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.