Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 15
Æ G I R 7 Frá Ólafsvík gengu 8 opnir vélbátar, með 56 manna áhöfn, og er það 4 bátum færra en árið áður. Haustvertíð var á- gæt miðað við undanfarin ár. Hlutfalls- lega hefir komið meiri afli á land i Ól- afsvík, en í nokkurri annari verstöð i Sunnlendingafjórðungi, ef miðað er við árið á undan. Ársafli 193 smál. (58). Vestfirðingafjórðung'ur. Afialeysi var þar mjög mikið, bæði á djúp- og grunnmiðum. í verstöðvunum í kringum Djúp fiskaðist dável fjæri bluta marzmánaðar, en einungis á dýpstu miðum. Stærstu vélbátarnir frá fsafirði stunduðu veiðar suður við Snæfellsnes síðari liluta vertíðar og öfluðu sæmilega. Vorvertíðin var mjög léleg. Um sumar- málin var þó allgóður afli í Hesteyrar- firði, en þessi afli kom eingöngu smá- bátum að notum og bafði því smávægi- leg ábrif á heildarafla fjórðungsins. Yfir sumarmánuðina voru róðrar lítið stundaðir, enda fóru allir bátar á síld- veiðar, sem þær veiðar gátu stundað. Nokkrir bátar stunduðu þó handfæra- veiðar yfir sumartímann, og öfluðu þeir vel í meðallagi, en tíðarfar var óhag- stætt til sjósóknar. Haustafli var með betra móti, einkum var ágætur afli i Hnífsdal á jólaföstunni. Mikill hluti haustaflans var seldur í ísfisktogara. f Steingrimsfirði var ágætt aflaár. Fyrri hluta vorsins og einnig á haust- vertíðinni var uppgripaafli þar. í Vikum vestra var einnig góður lieildarafli og hefði sennilega orðið mun betri, ef ill- viðri liefðu ekki hamlað sjósókn á haust- vertíðinni. Talsvert veiddist af smokkfiski á Vest- fjörðum um haustið, og var bann látinn í íshús á Arnarfirði og Dýrafirði. Frá Flatey gekk 1 vélskip stærra en 12 lestir og 6 opnir vélbátar, með sam- lals 31 mann, er það 1 opnum vélbát fleira en árið áður. Vélskipið stundaði Iiandfæraveiðar eingöngu. Ársafli 26 smál. (79). Frá Víkum gengu 16 opnir vélbátar, með samtals 50 manna áhöfn, og er það 3 bátum færra en árið áður. Ársafli 98 smál. (115). Frá Patreksfirði gengu 2 togarar og einn opinn vélbátur, með samtals 56 menn. Þetta er sama skipatala og árið áður. Yfir vertíðina stundaði ekki nema einn togari veiðar frá Patreksfirði, því að togarinn Andri (nú Vörður) var ekki keyptur þangað fyrr en um vorið. Tog- ararnir stunduðu karfaveiðar allt sum- arið, en söltuðu jafnframt, það sem þeir fengu af þorski. Arsafli 809 smál. (1328). Frá Tálknafirði gengu 3 opnir vélbát- ar, með 12 menn, og er það sama báta- tala og árið áður. Ársafli 12 smál. (11). Frá Arnarfirði gengu 1 vélbátur minni en 12 lestir og 6 opnir vélbátar, með sam- tals 27 manna áhöfn; er það 2 vélskipum og 6 trillubátum færra en árið áður. Mik- ill hluti aflans úr Arnarfirði var lagður á land í Dýrafirði. Ársafli 53 smál. (160). Frá Dýrafirði gengu 3 línuveiðagufu- skip, 1 vélbátur yfir 12 lestir, 2 minni og 3 opnir vélbátar, með samtals 86 menn; er þetta 1 línuveiðagufuskipi og 3 trillu- bátum fleira en árið áður, en 1 vélbát (vfir 12 lestir) færra. Línuveiðagufu- skipin lögðu allan afla sinn á vertíðinni upp í Hafnarfirði. Ársafli 211 smál. (356). Frá Önundarfirði gengu 3 vélbátar minni en 12 lestir, með 20 manna áhöfn, og er það 2 bátum færra en fyrra ár. Arsafli 33 smál. (416). Árið 1936 stund- uðu 4 togarar karfaveiðar frá Flateyri, og kom töluverl í land af þorski frá þeim, sem lagður var upp á Flateyri og Þing- eyri, og veldur sá afli, að verulegu leyti,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.