Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 28
þá ákvað að taka til mcðferðar má nefna þessi: Viður- kcnning ríkja, yfirráð yfir úthafinu, ríkisborgararéttur, meðferð og réttur útlendinga, hælis- eða griðaréttur póli- tískra flóttamanna, réttarreglur varðandi milliríkjasamn- inga, sérréttindi diplomatiskra fulltrúa, reglur varðandi gerðardóma í milliríkjadeilum o. fl. Af efnum þeim, sem þjóðréttarnefndin samþykkti í önd- verðu að taka til meðferðar, tók hún þrjú atriði út úr og á- kvað að taka þau fyrst til meðferðar. Þessi efni voru : regl- urnar um milliríkjasamninga, reglurnar um gerðardóma í milliríkjadeilum, og réttarreglurnar um yfirráð yfir út- hafinu eða fyrirkomulag stjórnar þar. Við þau efni, sem nefndin sjálf hafði valið til „kodi- fikationar", bætti Allsherjarþingið 1950 einu máli, þ. e. þjóðréttarreglum varðandi landhelgi ríkja. Var það gert samkvæmt frumkvæði íslenzka fulltrúans í sjöttu nefnd- inni — iaganefndinni — er flutti tillögu þess efnis. Var sú tillaga m. a. rökstudd með því, að réttarreglurnar um landhelgina stæðu í nánu sambandi við yfirráðin yfir út- hafinu. Þessi tillaga íslenzka fulltrúans sætti mikilli mót- spyrnu af hálfu stórveldanna fjögurra: Frakklands, Bandaríkjanna, Ráðstjórnarríkjanna og Bretlands. Full- trúi Bretlands hélt því m. a. fram, að um landhelgina væru svo skiptar skoðanir meðal bandalagsríkianna, að þess væri ekki að vænta, að nefndin gæti um það komizt að niðurstöðu. Þess vegna hefði þjóðréttarnefndin sjálf ekki viljað taka það á dagskrá sína. Ennfremur var vísað til þess, að deila um þetta efni á milli Noregs og Bretlands væri þá til meðferðar hjá Alþjóðardómstólnum. Tillaga ís- lands var samt sem áður samþykkt, að vísu með naumum meirihluta. Samkvæmt samþykkt þessari tók þjóðréttar- nefndin landhelgismál til meðferðar, en ekki var það þó, fyrr en á sjötta ársfundi sínum, að hún gekk frá frum- drögum að alþjóðasamþylckt um það efni. Verður nokk- uð að því vikið síðar. Eins og sjá má af framanskráðu eru það mikilvæg þjóð- 22

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.