Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 33
ert allsherjar löggjafarvald. Það gildir einnig um sam- þykktir Allsherjarþingsins. Þótt þingið fallizt á tillögur þjóðréttarnefndarinnar, þá hefur samþykkt þess eigi held- Ul' lagagildi. Alþjóðasamþykktir þingsins þurfa við full- gildingar af hálfu bandalagsríkjanna til þess að vera end- aalega skuldbindandi fyrir þau. Hafi fulltrúi bandalags- rílcis goldið samþykkt Allsherjarþingsins jáatkvæði, er það ríki þó a. m. k. siðferðilega bundið af samþykktinni. En jafnvel þó að tillögur nefndarinnar og samþykktir þingsins séu ekki lagalega skuldbindandi fyrir bandalags- i'íkin, geta þær verið mikilvægar. Þær bera vitni réttar- vitund í mörgum löndum. Alþjóðadómstóllinn má fara eftir og byggja úrlausnir sínar á kenriisetningum þjóð- i’éttarfræðinga, er veita mega, er annað þrýtur, leiðbein- nigar um tilvist og þjóðréttarreglna og efni þeirra, sbr. d-lið 38. gr. samþykkta fyrir Alþjóðadómstólinn. Því fremur mundi Alþjóðadómstóllinn geta byggt á niðurstöð- uni þjóðréttarnefndarinnar og samþykktum Allsherjar- þingsins. Er og tvímælalaust, að í milliríkjaskiptum hafa tillögur þjóðréttarnefndarinnar og samþykktir Allsherj- ai'þingsins milda þýðingu. Víst er og að rannsóknir þjóð- réttarnefndarinnar munu verða mikilsverðar heimildir fyrir þjóðréttarfræðinga. Áhrifa þeirra mun því smám saman gæta í fræðiritum. Vonandi á starf þjóðréttar- nefndarinnar eftir að bera ríkulega ávöxtu í framtíðinni. Takist það giftusamlega mun það eiga drjúgan þátt í að stuðla að því, að samskipti ríkja séu byggð á lögum og i’étti í stað kúgunar og ofríkis. 1 aprílmánuði 1954. ólafur Jóhannesson. 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.