Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 47
Frá Félagsdómi. Stéttarfélög. Á Akureyri starfar vörubílstjórafélagið Valur, og er það stéttarfélag sjálfseignarvörubílstjóra. Samkvæmt 2. gr. samþykkta þess er tilgangur félagsins sá að efla sam- vinnu og hag sjálfseignarvörubifreiðarstjóra. Skal tilgangi þessum náð m. a. með því að ákveða taxta fyrir akstur, gera samninga við atvinnurekendur um kaup og kjör og vinna á allan hátt að hagsmunamálum félagsmanna. Hinn 13. september 1954 gerði Valur kjarasamning við atvinnurekendur á Akureyri, og var í samningi þessum m. a. svo um samið, að félagsmenn Vals skyldu hafa for- gangsrétt til bifreiðaleigu á félagssvæðinu og út af því. Þegar þessi samningur var gerður, voru starfræktar þrjár vörubifreiðastöðvar á Akureyri: Bifreiðastöðin Stefnir, Bifreiðastöðin Bifröst og Vörubílastöðin. Um áramót 1954—1955 tók vörubílstjórafélagið Valur við rekstri Bifreiðastöðvarinnar Stefnis og rekur hana nú. Hinn 9. janúar 1955, var jafnframt gerð sú breyting á samþykktum Vals, að við 2. gr. þeirra var bætt þessu ákvæði: ,,Það er ennfremur tilgangur félagsins að reka eina sameiginlega bifreiðastöð fyrir alla félagsmenn, enda er sérhver félagsmaður, sem hefur bifreið sína í akstri, skyldur til að hafa þar afgreiðslu." Hinn 27. febrúar s.l. sótti bifreiðarstjóri, sem samkvæmt vottorði bæjarfógetans á Akureyri er eigandi bifreiðarinn- ar A-859, um inngöngu í Vörubílstjórafélagið Val ásamt 8 vörubílstjórum öðrum, sem allir höfðu þá afgreiðslu á Vörubílastöðinni á Akureyri, enda yrði jafnframt viður- kenndur réttur þeirra til þess að aka frá Vörubílastöð- 41

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.