Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 16
brotið gegn gildandi rétti. Mjög ýtarleg ákvæði voru þvi sett til að koma í veg fyrir, að slikt endurtæki sig og að kon- ungur gæti valdi sinu til stuðnings vitnað i óákveðin fyrirmæli eða anda stjórnarskrárinnar. Bráðabirgðalög þekkjast þar því ekki og vefengt er, að handhafar ríkis- valdsins bafi, þótt neyðarástand sé, heimild til annars en þess, sem berum orðum er fram tekið í stjórnarskránni. Danska stjórnarskráin hefur frá upphafi heimilað út- gáfu bráðabirgðalaga og eru ákvæði okkar í öllu því, sem liér skiptir máli, sniðin eftir lienni. En beiting þess- ara fyrirmæla liefur orðið með mjög ólikum hætti í Danmörku og á Islandi. Þar þótti heimildinni mjög mis- beitt af Estrup-stjórninni meðan sókn Dana til þing- ræðis stóð. Síðan hefur þess vegna svo að segja verið hætt að nota bana þar í landi. Hér hefur aftur á móti slík misbeiting aldrei átt sér stað, og hefur notkun lieimildarinn- ar því aldrei þótt varhugaverð, þótt deilt hafi verið um einstakar ráðstafanir, aðallega vegna efnis þeirra. Or því að þróunin í Danmörku hefur leitt til þess, að reynt liefur verið að forðast beiting hinnar mjög takmörkuðu heimildar til útgáfu bráðabirgðalaga, þá er skiljan- legt, að menn hafi því fremur skotið sér undan að viður- kenna enn víðtækari heimildir stjórnvöldunum til handa, enda er þær ekki að finna i stjórnarskránni. Hins vegar hefur verið bent á, að ráðstafanir, sem gerð- ar voru gegn kommúnistum 1941 og andkommúnista- lög, sem þá voru sett, hafi m. a. að sögn þáverandi dóms- málaráðherra hvílt á grundvelli stjórnskipulegs neyðar- réttar. A sama veg hefur prófessor Castberg sýnt fram á, að þegar ráðuneytisstjórar tóku i sínar bendur stjórn eða a. m. k. rekstur rikisins og að nokkru leyti — að visu takmarkað — löggjafarvald 1943, eftir að ríkisstjórn og konungur höfðu dregið sig í hlé, þá hafi þær ráðstaf- anir livilt á stjórnskipulegum neyðarrétti, þar sem engin lieimild bafi verið fyrir þessu i stjórnarskránni. Þessar 10 Timarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.