Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Side 38

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Side 38
þvi fram, að 3 milna reglan liafi þegar verið orðin fast- mótuð þjóðréttarregla, almennt bindandi, þegar litið er til þess að Bretar sjálfir voru allt fram í byrjun þessar- ar aldar ósammála um gildi bennar, þótt þeir kjósi síð- ur að minnast þess í dag.1) Arið 1930 var í fyrsta skipti gerð tilraun til þess að 1) Með lögtöku „Sea Fisheries Regulation (Scotland) Act“ 1895 (58 og 59, Vict. c. 42) virti brezka þingið 3 mílna regluna algjörlega að vettugi og iýsti yfir lögsögu brezka rikisins 13 mílur út frá strönd Skotlands. Markmið þessarar viðu lögsögu var að bægja erlendum togurum frá veiðum á grunnmiðum við Skotlandsströnd. Samkvæmt „Herring Fishery (Scotland) Act“ 1889 (52 og 53 Vict. c. 23) var Fiskimálaráði Skotlands veitt heimild til þess að banna togveiðar m. a. í Moray-firðinum, þrátt fyrir að mynni hans væri 76 mílur á breidd og mest allur fjörðurinn hlyti því að teljast úthaf, enda viðurkennt af Bretum sjálfum síðar. Árið 1905 var norskt skip tekið að veiðum í firðinum innan linunnar þvert yfir mynni fjarðarins, en utan þriggja milna landhelgismarka, sem dregin voru á venjulegan hátt. Mál var höfðað á hendur skipstjóranum fyrir ólöglegar togveiðar, er væru brot á 6. gr. laganna. 1 héraðsdómi var skipstjórinn sekur fundinn og dæmdur til sektargreiðslu. Hann áfrýjaði dómnum til „High Court of Justicary", en þar urðu málalok þau, að héraðsdómurinn var staðfestur. Voru allir dómendur sammála um þessa niðurstöðu, og byggðu staðfestingu héraðsdómsins á því, að hvort sem talið væri að Moray-fjörðurinn væri innan brezkrar landhelgi eða ekki, þá yrði dómstóllinn að dæma málið samkvæmt þeim lögum, sem um málsefnið fjölluðu, hvort sem þau brytu i bág við þjóðarétt eða ekki. (Mortensen v. Peters, (1906) 14 Sc.L.T. 227). Eftir þessi málalok tók brezka ríkisstjórnin málið til athug- unar og komst að þeirri niðurstöðu, að hæpið væri að krefjast þess af erlendum fiskiskipum, að þau hlýddu brezkum lögum, sem bönnuðu veiðar langt á haf út, — út fyrir þau mörk, sem nokkur þjóð taldi landhelgi sina ná. Var norska skipstjóranum því gefin eftir sektin. Til þess að koma í veg fyrir fleiri mál þessu lík, samþykkti brezka þingið 1909 „Trawling in Prohibited Areas Prevention Act“. Samkvæmt þeim lögum var ekki unnt að lögsækja neinn þann, er fiskveiðar 32 Tímarit lögfræöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.