Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 53
Hér neitar Alþjóðadómstóllinn eindregið að viðurkenna, að venjuregla, sem meirihluti ríkja fylgdi og taldi gild- andi réttarreglu um hið umdeilda atriði, hefði öðlazt gildi tvimælalausrar venjureglu á sviði þjóðaréttarins. Þessi niðurstaða dómstólsins gefur tilefni til þess að ílniga, hver niðurstaðan liefði orðið, ef úrlausnarefnið fvrir dómstólnum liefði verið það, hvort 3 niílna reglan liefði öðlazt þá staðfestingu, sem almenn þjóðréttarregla, að öll önnur mörk landhelginnar væru ólögleg. Málsat- vik eru þar um margt svipuð úrlausnaratriði dóm- stólsins i máli Breta og Norðmanna. Þriggja mílna reglan naut fvlgis meirililuta rikja, jafnt og 10 mílna flóaregl- an og grunnlínureglan, en þó aldrei óskoraðs fylgis frem- ur en þær. Þegar litið er til hinna ströngu krafna, sem dómurinn setti fvrir þvi, að venja hafi öðlazt gildi ein- hlítrar þjóðréttarreglu, í máli Breta og Norðmanna, virð- ist einsýnt, að saga og framkvæmd 3 milna reglunnar uppfyllir ekki þau skilvrði, sem dómstóllinn hefur þar skráð. Prófessor Philip Jessup varpaði fram þeirri spurn- ingu, að lokinni Genfarráðstefnunni 1958, hvort Alþjóða- dómstóllinn myndi hafa talið, að meðferð mála á ráð- stefnunni hefði sýnt, að engin þjóðréttarregla, sem hind- andi gæti talizt, væri til um viðáttu landhelginnar, ef það álitaefni hefði komið fyrir hann — án þess að gefa svar við þeirri spurningu sinni.1) En Alþjóðadómstóll- inn tók ekki i máli Breta og Norðmanna, né nokkru öðru, sem hann hefur fjallað um, til úrlausnar hver víð- átta landhelginnar eigi að vera, og verða því allar get- gátur um hugsanlega niðurstöðu lians í því máli óraun- hæfar að svo komnu máli. Ljóst er þó af þessum kafla dómsins, að dómstóllinn er ófús til að viðurkenna, að algild þjóðréttarregla hafi skapazt samkvæmt venju, skorti sannanir um að öll ríki hafi fylgt venjunni og setur 1) American Journal of International Law, Vol. 52, 1958, bls. 732. Tíviarit lögfrœóinga 47

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.