Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 19

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 19
Fjöldi sjrna MYND 5. Myndin sýnir fjölda blóðsýna úr ökumönnum og farþegum, er rannsökuð voru á mánuði með tilliti til alkóhóls, á tímabilinu 1. 9. 1972 — 31. 8. 1973 (— . — . —) og fyrstu 6 mánuði ársins 1974 (—x—x—). vökvum og með nokkrum breytingum til ákvörðunar á etanóli í heila eða öðrum líffærum (óbirtar athuganir). Fjölda annarra efna má einnig ákvarða með gasgreiningu á súlu. Fyrstu hugmyndir um að nota gasgreiningu á súlu við efnagreining- ar er að rekja til Martin & Synge árið 1941. Það var þó ekki fyrr en um og upp úr 1950, sem aðferðin var reynd að einhverju marki (Martin & Porter 1951, James & Martin 1951, 1952). Nokkrum árum síðar birti Wolthers (1956) athuganir sínar varðandi notagildi aðferðarinn- ar til ákvörðunar á alkóhólum. Chundela & Janack endurbættu síðan aðferðina árið 1960 og á grundvelli rannsókna þeirra lýstu Curry et. al. árið 1966 þeirri aðferð við ákvörðun á alkóhóli með gasgreiningu á súlu, sem stuðst hefur verið við í megindráttum í Rannsóknastofu í lyfjafræði. Eftir þetta ruddi aðferðin sér víða til rúms og má nú segja, að hún sé í flestum löndum nær alls ráðandi við ákvörðun á alkóhólum (yfirlitsgrein: Curry 1972). Kostir aðferðarinnar eru einkum mikið næmi (mynd 3) og mikil hæfni til þessað greina sundur náskyld efni (mynd 1). Af mynd 3 má 13

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.