Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Síða 30
ríkjum. T.d. er hún $ 500 í Kaliforníu, en $ 300 í Flórída. Þeir sem vilja reka mál sín eftir þessari málsmeðferð, snúa sér til skrifstofu dómstólsins og útfylla eyðublöð með aðstoð réttarþjóna. Er þá fengin nokkurs konar áskorunarstefna. 1 henni á að koma fram um hvað málið snýst, kröfufjárhæð og fyrirtökustaður og dagur. Fyrir þessa þjónustu greiða menn lága fjárhæð, sem þeir fá endurgreidda í málskostnaði, ef þeir vinna málið. Svo er áskorunarstefna birt af „Writ Server“ með venjulegum hætti og málið þingfest á tilgreindum stað og tíma. Ég var viðstaddur réttarhald í Fíladelfíu í slíkum málum. Áður en réttarhaldið hófst, aðvaraði dómarinn mig og sagði: „Þér mun sjálf- sagt koma margt undarlega fyrir sjónir í þessu réttarhaldi og ekki þykja það hafa yfir sér þann virðuleikablæ, sem réttarhaldi hæfir. Og svo verður þú áreiðanlega steinhissa á sumum niðurstöðum mínum og hugsar, hvernig í djöflinum fór hann nú að komast að þessari niður- stöðu. Og ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá veit ég það stundum ekki sjálfur, enda verðum við dómararnir ekki eins þreyttir í nokkrum réttarhöldum eins og þessum.“ Síðan hófst réttarhaldið og það stóð í fimm tíma frá 4—9. Á þessum tíma afgreiddi dómarinn u.þ.b. 80 mál, hinnar aðskiljanlegustu artar, svo sem út af raka í húsi, gallaðri bíla- viðgerð, demantshring, uppgjöri vegna skemmtiferðar til Jamaica, end- urgreiðslu á fyrirframgreiddri húsaleigu, skaðabótum vegna pípu- lagnar, végna áreksturs og margt, margt fleira. Og öll þessi mál dæmdi hann einn án sérfróðra meðdómenda. Fólk mætti í réttinum án lög- manns, nema skartgripasalinn, enda vann hann sitt mál. Ekki fer fram venjulegur málflutningur, heldur skýra aðiljar og e.t.v. vitni dómar- anum frá málavöxtum. Þegar því er lokið, kveður dómarinn strax upp sinn dóm. Hann rökstyður ekkert, heldur kemur bara með niðurstöðuna. Ákveða má, að stefndur greiði með afborgunum, ef þess er óskað, og verður skuld þá ekki strax aðfararhæf í heild. Fjárhæðir færir dómari inn á þar til ætlaða eyðu í stefnunni, undirritar síðan skjalið og stimpl- ar. Þar með er krafan gerð aðfararhæf, ef hún er ekki greidd innan 30 daga, en það er frestur til að áfrýja til „The Court of Common Pleas“. Flestir sætta sig við ákvörðun dómarans. Ekki kom það fyrir í þetta sinn, að neinn málsaðili þráttaði við dómarann út af niðurstöðunni, þótt hún væri órökstudd. Þvert á móti var eins og mönnum létti, rétt eins og þeir hefðu fengið sakramenti dagsins. Þeir sögðu: „Thank you your Honour“ og yfirgáfu réttarsalinn. Það er sem ég sjái landann taka þessu með þegjandi þögninni. Ég er hræddur um, að hann vildi diskutera niðurstöðuna ögn við dómarann. Og einnig varð mér hugsað til hins formfasta Hæstaréttar Islands. Hvað skyldi hann nú hafa ómerkt mörg 24

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.