Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 36
Frá Bandalagi háskólanianna KJARAMÁL RÍKISSTARFSMANNA Hinn 16. apríl sl. krafðist BHM endurskoðunar aðalkjarasamnings síns skv. heimild í 2. mgr. 7. gr. 1 nr. 46/1973, en sem kunnugt er höfðu ASÍ og Vinnu- veitendasambandið þá nýlega samið um launahækkun, þ.e. 26. mars. Einnig höfðu fleiri félög samið. BHM gerði kröfu um 20% launahækkun, sem skyldi gilda fyrir tímabilið 1. mars — 31. maí 1975. Auk þess var gerð krafa um, að frá 1. júní 1975 yrðu greiddar fullar verðlagsbætur á laun. Samninganefnd ríkisins gerði BHM tilboð um, að mánaðarlaun, sem væru lægri en 69.000 kr., skyldu hækka um 4.900 kr. Samningar tókust ekki og var málinu vísað í Kjaradóm. Dómur var kveðinn uþp 4. júní, og var niðurstaðan sú, að laun í launaflokkum A-1 — A-15 skyldu hækka um kr. 4.900 frá 1. mars 1975 og laun í launaflokkum A16—A30 um sömu upphæð frá 1. maí 1975. Krafa um verðlags- bætur á laun fékk ekki efnislega meðferð. Skömmu eftir uppkvaðningu dómsins, þ.e. 13. júní sl. gerðu ASÍ og Vinnu- veitendasamband íslands samning, sem fól í sér, að öll laun skyldu hækka um kr. 5.300 frá undirskrift samnings og um kr. 2.100 frá 1. október n.k. Auk þess skyldu þeir, sem ekki fengu launjöfnunarbætur 1. október sl., kr. 3.500, fá þær frá 13. júní. Samninganefnd ríkisins gerði BHM tilboð um samsvarandi hækkun, þó þannig að 3% hækkun frá 1. júní, skv. ákvörðun Kjaradóms 15. febrúar 1974, félli niður, en hækkunin (kr. 5.300 + 3.500) kæmi á maílaun- in. BSRB samdi á þessum grundvelli, en BHM hafnaði þessu tilboði. Fjármálaráðherra breytti síðan launatöflu BHM til samræmis við samning BSRB og fyrrnefnt tilboð. BHM skrifaði þá ráðherranum bréf, þar sem sagði, að BHM liti á þetta sem greiðslu upp í væntanlega samninga. BHM hefur nú krafist end- urskoðunar aðalkjarasamnings BHM og fjármálaráðherra, og voru kröfur BHM lagðar fram 9. júlí. Krafist var 15% hækkunar á laun í júní og 3% hækkunar frá 1. október 1975. Guðríður Þorsteinsdóttir. Aðalfundur 1975 — Framhald af bls. 29 um, sérstaklega þó dönskum reglum um þetta efni. Ábyrgðarsjóðir væru starf- andi á öllum Norðurlöndunum, nema á íslandi og i Finnlandi. Lagði nefndin til, að aðild að sjóðnum væri frjáls og tekjuöflun yrði með beinu framlagi hvers félagsmanns. Lagði framsögumaður til, að sjóðurinn yrði stofnaður í ársbyrjun 1977. Urðu síðan miklar umræður um málið, og ýmsar spurningar bornar fram, sem ekki er tök á að ræða nánar hér, en málinu var vísað til stjórnar L-M.F.I. Brynjólfur Kjartansson. 30

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.