Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 24

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 24
Magnús Thoroddsen borgardómari: HUGLEIÐINGAR EFTIR NÁMSFÖR TIL BANDARÍKJANNA Vorið 1974 var ég boðinn til Bandaríkjanna til að kynna mér dóm- stóla og réttarfar í einkamálum. Að boði þessu stóð stofnun, sem heitir Independence Foundation í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Stofnun þessi hef- ir undanfarin ár varið miklu fé til að kosta íslendinga í kynnisferðir til Bandaríkjanna. Ástæðan fyrir þessum styrkjum er sú, að forstjóri stofnunarinnar, Mr. Robert Maes, tók að venja komur sínar hingað til lands fyrir nokkrum árum til laxveiða, og fékk hann slíkt dálæti á landi og þjóð, að hann ákvað að beita sér fyrir styrkveitingum. Fékk hann J. Hampton Barnes, forstjóra Eisenhower Exchange Fellowships Inc., í lið með sér. Sú stofnun skipuleggur ferðirnar og sér um reikn- ingshald, en Independence Foundation leggur fram féð. Ferð þessa hóf ég í lok apríl 1974, og stóð hún í 6 vikur eða fram í miðjan júní. Ferðaðist ég víða um Bandaríkin og dvaldist m.a. í New York, Fíladelfíu, San Fransisco, Grand Canyon, Houston í Texas, Miami á Florid^, Washington D.C. o. fl. stöðum. I öllum þessum borgum heim- sótti ég dómstóla, ræddi við dómara og lögmenn og reyndi eftir föngum að kynna mér dómstólatækni á viðkomandi stöðum. Áður en sagt verð- ur frá einstökum hugmyndum og áhrifum, sem ég varð fyrir í ferð þess- ari, þykir mér rétt að fara nokkrum orðum um réttarkerfi Bandaríkj- anna. Eins og nafn þessa mikla þjóðfélags — Bandaríki Norður-Ameríku — bendir til, er hér um að ræða sambandsríki, nú 50 sjálfstæðra ríkja. Hvert ríki hefur sína dómstóla, löggjafai'vald og ríkisstjórn. Síðan hafa Bandaríkin sem heild sína alríkisstjórn — löggjafarvald og alríkisdóm- stóla. Hin sameiginlegu málefni ríkjanna eru aðallega hermál, utanríkis- mál og alríkisskattar. Að öðru leyti má segja, að hin einstöku ríki séu eins og hvert annað sjálfstætt ríki. Þessi uppbygging Bandaríkjanna hefir það í för með sér, að þar gilda tvenns konar lög — annars vegar alríkislög (Federal Law), sem sett 18

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.