Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Síða 39
stöðumaður), Gaukur Jörundsson, Lúðvík Ingvarsson og Sigurður Líndal. Full- trúi stúdenta í stjórninni er Sveinn Sveinsson, nú cand. jur. 6. Erlendur fyrirlesari Árlega býður lagadeild erlendum fræðimanni hingað til lands til fyrirlestra- halds. Að þessu sinni var boðið dr. jur. G. 0. Zacharias Sundström, prófessor í Turku. Hélt hann fyrirlestur á 19. norræna laganemamótinu í júní 1974. Nefndist fyrirlesturinn „Nordisk rátt och europeisk ráttsutveckling“ og er hann prentaður í Úlfljóti 1974, bls. 282—296. 7. EvrópuráSstefna lagadeilda i apríl 1974 var haldin i Strasbourg ráðstefna lagadeilda í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Á ráðstefnunni var fjallað um markmið og efni laganáms, kennsluaðferðir og mat á námsárangri. Fyrir hönd lagadeildar sóttu ráðstefn- una prófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Þór Vilhjálmsson. Kynntu þeir niðurstöður ráðstefnunnar ítarlega á fundi í lagadeild 29. apríl. Ennfremur skýrði prófessor Jónatan Þórmundsson frá umræðum á ráðstefnunni á fundi sem Orator hélt um nám og kennsluaðferðir. 8. Myndasöfn í Lögbergi Að frumkvæði Páls Sigurðssonar dósents var komið fyrir myndum af 17 lagamönnum í stofu 103 í Lögbergi, svo og mynd af húsi því, sem Lagaskólinn hafði aðsetur í. Myndir af fyrrverandi prófessorum í lögfræði eru í eigu Ora- tors og hafa þær verið settar upp í stofu 102. 9. Embættispróf 1974 Á árinu luku eftirtaldir stúdentar embættisprófi í lögfræði: í janúar: Atli Vagnsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Jón Magnússon, Kristján Sigvaldason og Steindór Gunnarsson í maí: Atli Gíslason, Birgir Guðjónsson, Bjarni Þór Jónsson, Einar Ingi Hall- dórsson, Gestur Steinþórsson, Gísli Guðmundsson, Guðmundur Pétursson, Hafþór Ingi Jónsson, Jón G. Briem, Jón Eiríksson, Jón Örn Marinósson, Krist- ján Stefánsson, Páll Arnór Pálsson, Pétur Már Jónsson, Sigríður Thorlacius, Sigurður Sigurjónsson, Tryggvi Guðmundsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Þor- björn Árnason, Þorleifur Valgeir Kristinsson, Þorsteinn Páisson. í september: Arent J. Claessen, Björn Ólafur Hallgrímsson, Lúðvík Emil Kaaber, ViðarÁ. Olsen. Alls eru þetta 30 kandidatar. Stunduðu þeir allir nám skv. eldri reglugerð. I október lauk embættisprófi fyrsti kandidatinn, sem stundaði nám eftir yngri reglugerðarákvæðum um námstilhögun í lagadeild. Var það Sigurður Einarsson, sem fékk sérstaka heimild til þess að flýta námi sínu, en hefði ann- ars átt að Ijúka prófi vorið 1975. Flestir skólafélagar Sigurðar tóku embættis- prófi í maí 1975 og mynda þeir fyrsta kandidatahópinn eftir nýju reglugerð- inni. Prófritgerð Sigurðar Einarssonar fjallar um stofnun skaðabótaábyrgðar seljanda vegna galla í kaupum um ákveðna eign, lausafé og fasteign. Birtist ritgerðin í Úlfljóti, 4. tbl. 1974 og 1. tbl. 1975. 10. Innritun nýstúdenta Haustið 1974 var skráður 81 nýliði í lagadeild. Arnljótur Björnsson. 33

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.