Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 20
ráða, að gerlegt sé að ákvarða með mikilli vissu etanól í 0,3%0 þéttni að minnsta kosti, en það svarar til um 30 nanóg af etanóli (sbr. aðferð- arlýsingu). Hin mikla hæfni til sundurgreiningar náskyldra efna sést glögglega á mynd 1. Hér skal þess getið, að samkvæmt Curry (1974) trufla naumast nokkur þekkt efni ákvörðun á etanóli með þessari að- ferð. Er því augljóst, að sérhæfi aðferðarinnar er svo gott sem verða má. Á hinn bóginn er stofnkostnaður við gasgreiningu á súlu mjög verulegur og sömuleiðis er rekstrarkostnaður verulegur. Tækjasam- staða sú, sem notuð er, er sýnd á mynd 2. Samkvæmt 25. gr. gildandi umferðarlaga nr. 40/1968 má enginn neyta áfengis við akstur vélknúins ökutækis. Ef magn alkóhóls í blóði er á bilinu 0,50%c—l,20%o, er talið, að menn geti ekki stjórnað ökutæki örugglega og séu óhæfir til þess, ef magn alkóhóls er 1,20%0 eða meira. I raun er það svo, að 0,50%o þéttni alkóhóls í blóði gæti mælst minnst 0,40%c og mest 0,60%0 og l,20%o þéttni minnst 1,08%0 og mest 1,32%C, ef gætt er þeirra ströngu vikmarka, er hér eru sett (sjá aðferð- arlýsingu). Við mat á niðurstöðutölum alkóhólákvarðana í blóði ber að hafa þetta í huga. Gildi ákvarðana alkóhóls í blóði ökumanna og farþega má ef til vill marka mest af því, að einungis í 11% sýna var þéttni alkóhóls minni en 0,50%o (mynd 4). Gegnir raunar furðu, að nær helmingur allra sýna skuli dreifast á bilið 1,00—1,99%0 og heildardreifing þessara sýna allra skuli nálgast normdreifingu, þegar sýnum er skipt í sjö hópa með 0,50%o mun í þéttni milli hvers hóps (mynd 4 og texti). Verður þannig ekki komist hjá því að álykta, að einstaklingar þeir, sem í safninu eru, hafi flestir verið mjög undir áhrifum áfengis, þar eð alkóhól- þéttni í blóði hefur að meðaltali verið nærri 1,50%0 (mynd 4). Hér má og til færa, að yfir 2000 blóðsýni voru rannsökuð á því tímabili, er um ræðir (1. 9. 1972 — 31. 8. 1973). Var hér um að ræða sem næst 1% þjóðarinnar. Fer því varla milli mála, að ölvun við akstur er umtals- vert vandamál hér á landi. Hlutfallslegur fjöldi sýna miðað við hverja 1000 íbúa var nokkuð breytilegur. Þannig má benda á, að í fjórum umdæmum af þeim ellefu, þar sem fjöldi sýna var svo mikill (yfir 40), að hlutfallstölur mættu kallast marktækar, var fjöldi sýna á hverja þúsund íbúa greinilega inn- an við 10. Á hinn bóginn er vitað, að fjöldi sýna var á sumum stöðum, t.d. í Reykjavík og Keflavík, meiri vegna aðkomumanna en svai'ar til íbúatölu. Er því ekki auðvelt að meta, hvort um raunhæfan mun var að ræða milli embætta í þessu tilliti. Það styður og þá ályktun, að eigi gæti umtalsverðs munar á árvekni lögregluyfirvalda í þessum ellefu 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.