Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 20

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 20
ráða, að gerlegt sé að ákvarða með mikilli vissu etanól í 0,3%0 þéttni að minnsta kosti, en það svarar til um 30 nanóg af etanóli (sbr. aðferð- arlýsingu). Hin mikla hæfni til sundurgreiningar náskyldra efna sést glögglega á mynd 1. Hér skal þess getið, að samkvæmt Curry (1974) trufla naumast nokkur þekkt efni ákvörðun á etanóli með þessari að- ferð. Er því augljóst, að sérhæfi aðferðarinnar er svo gott sem verða má. Á hinn bóginn er stofnkostnaður við gasgreiningu á súlu mjög verulegur og sömuleiðis er rekstrarkostnaður verulegur. Tækjasam- staða sú, sem notuð er, er sýnd á mynd 2. Samkvæmt 25. gr. gildandi umferðarlaga nr. 40/1968 má enginn neyta áfengis við akstur vélknúins ökutækis. Ef magn alkóhóls í blóði er á bilinu 0,50%c—l,20%o, er talið, að menn geti ekki stjórnað ökutæki örugglega og séu óhæfir til þess, ef magn alkóhóls er 1,20%0 eða meira. I raun er það svo, að 0,50%o þéttni alkóhóls í blóði gæti mælst minnst 0,40%c og mest 0,60%0 og l,20%o þéttni minnst 1,08%0 og mest 1,32%C, ef gætt er þeirra ströngu vikmarka, er hér eru sett (sjá aðferð- arlýsingu). Við mat á niðurstöðutölum alkóhólákvarðana í blóði ber að hafa þetta í huga. Gildi ákvarðana alkóhóls í blóði ökumanna og farþega má ef til vill marka mest af því, að einungis í 11% sýna var þéttni alkóhóls minni en 0,50%o (mynd 4). Gegnir raunar furðu, að nær helmingur allra sýna skuli dreifast á bilið 1,00—1,99%0 og heildardreifing þessara sýna allra skuli nálgast normdreifingu, þegar sýnum er skipt í sjö hópa með 0,50%o mun í þéttni milli hvers hóps (mynd 4 og texti). Verður þannig ekki komist hjá því að álykta, að einstaklingar þeir, sem í safninu eru, hafi flestir verið mjög undir áhrifum áfengis, þar eð alkóhól- þéttni í blóði hefur að meðaltali verið nærri 1,50%0 (mynd 4). Hér má og til færa, að yfir 2000 blóðsýni voru rannsökuð á því tímabili, er um ræðir (1. 9. 1972 — 31. 8. 1973). Var hér um að ræða sem næst 1% þjóðarinnar. Fer því varla milli mála, að ölvun við akstur er umtals- vert vandamál hér á landi. Hlutfallslegur fjöldi sýna miðað við hverja 1000 íbúa var nokkuð breytilegur. Þannig má benda á, að í fjórum umdæmum af þeim ellefu, þar sem fjöldi sýna var svo mikill (yfir 40), að hlutfallstölur mættu kallast marktækar, var fjöldi sýna á hverja þúsund íbúa greinilega inn- an við 10. Á hinn bóginn er vitað, að fjöldi sýna var á sumum stöðum, t.d. í Reykjavík og Keflavík, meiri vegna aðkomumanna en svai'ar til íbúatölu. Er því ekki auðvelt að meta, hvort um raunhæfan mun var að ræða milli embætta í þessu tilliti. Það styður og þá ályktun, að eigi gæti umtalsverðs munar á árvekni lögregluyfirvalda í þessum ellefu 14

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.