Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 3
TniAIÍIT— i lOgfræðiaíca 4. HEFTI 30. ÁRGANGUR DESEMBER 1980 LAGASTÖRF OG FJÖLMIÐLAR Á aðalfundi dómarafélagsins í nóvember s.l. var fjallað um „dómstóla, rannsóknar- og ákæruvald og fjölmiðlana". Þetta var góðra gjalda vert. Framsögumenn voru þrír, og er erindi eins þeirra birt í þessu hefti. Hér verður ekki rætt, hvort þeir lögfræðingar, sem við sögu koma, gætu verið samvinnuþýðari við fréttamenn en nú er. Um þá hlið málsins skal vísað til erindis Hrafns Bragasonar. Hins vegar er ástæða til, að lögfræðingar bendi blaðamönnum á: 1) Fréttir af dómum eru ekki algengar og ekki hluti þess, sem kalla má daglegar, almennar fréttir. Hér má þó undanskilja eitt dagblað, Morgunblaðið. 2) Fréttir af rannsóknum og gangi dómsmála eru ekki til þess fallnar að veita heildarmynd af því, sem gerist á þessu sviði. 3) Um ábyrgð fréttamanna gilda engar reglur, sem raunhæfa þýðingu hafa. Allt er þetta slæmt. Ef í fréttum er sneitt hjá þáttum í þjóðlífinu, er það til þess fallið að gefa almenningi ranga mynd af því samfélagi, sem við lifum í. Til langframa er það einnig til þess fallið að rýra alla aðstöðu og virkni þess- ara þjóðlífsþátta. Þetta leiðir til þess, að þörf er á að bæta úr því, sem nefnt er í tveimur fyrstu töluliðunum hér að ofan. Lögreglurannsóknir, dómsrann- sóknir og störf handhafa ákæruvalds og dómstóla varða oft einkalíf manna og fjárhagsleg atriði á þann veg, að um þarf að fjalla af tillitssemi opinberlega. Þess vegna er nauðsynlegt, að til séu reglur til að stemma stigu við því, að farið sé yfir lögleg mörk í frásögnum fjölmiðla. Lagareglurnar um meiðyrði eru, eins og kunnugt er, til lítils gagns. Siðareglur blaðamanna eru enn fá- nýtari. Er það til marks um þau vettlingatök, sem blaðamenn hafa sjálfir tekið þessi mál, að í reglunum segir, að úrskurði siðareglunefndar skuli birta í félagsbréfi blaðamanna. Kærendur eiga ekki aðgang að úrskurðunum og fá ekki svör, ef þeir spyrja um úrslit mála sinna. Hvað er til ráða? Það er líklegast til árangurs að koma á einhvers konar stjórnvaldi utan hins reglulega dómstólakerfis, sem hafi þó vald til að kveða upp aðfararhæfa úrskurði um leiðréttingar og févíti. Þetta stjórnvald gæti verið einhvers konar gerðardómur, þar sem sætu bæði óháðir aðilar og fulltrúar blaðamanna. Þór Vilhjálmsson. 197

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.