Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 53
frú Sigrún og Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, á móti gestunum af höfðings- skap og hlýju. — Lögfræðingafélag islands færir hinum góðu gestgjöfum, ráðuneyti og Reykjavíkurborg, einlægar þakkir. Á þriðja degi var farið í leiðangur að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum [ ein- hverju bezta veðri í einmunatíð sumarsins. Leiðsögumaðurinn, Sigurður Líndal, veitti mönnum af sagnabrunni og gæddi þá ekki sízt lífsanda sögu hins forna Alþingis, er gengið var um Lögberg og Spöngina. Lögfræðingafélagið bauð gestunum að lokum til kvöldverðar í Valhöll. Þar þakkaði Guðmundur Vignir Jósefsson ánægjulega samveru, góð kynni og fróðleg og árnaði öllum góðrar heimferðar og heimkomu. íslendingar hafa ekki mikið lagt til mála í þessu samstarfi hinna norrænu lögfræðingasamtaka. Til þess ber það meðal annars, að starfsmenn hafa félög íslenzkra lögfræðinga enga á borð við þá norrænu, er bundizt hafa þessum samtökum. Engu að síður er okkur fengur að kynnum af stöðu og kjörum norrænna lögfræðinga og háskólamanna, og má sá fróðleikur að gagni koma, ef verkast vill. Þess er því að vænta, að Lögfræðingafélag íslands haldi tengslum sínum við þessi samtök og þá gjarnan með fulltingi Bandalags háskólamanna. Pétur Kr. Hafstein. 247

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.