Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 5
síðan þær reglur, sem enn gilda að meginstefnu til á öllum Norður- löndunum. Þær reglur byggja á því grundvallarsjónarmiði, að hvor maki um sig skuli vera sem sjálfstæðastur einstaklingur í hjúskapnum, sem hafi ráðstöfunarrétt yfir eigin hj úskapareignum og beri einungis ábyrgð á eigin skuldbindingum, en samstaðan, sem myndast í hjúskapnum, lýsir sér í gagnkvæmri framfærsluskyldu hjónanna og helmingaskipt- um á hjúskapareignum við slit hjúskapar. Á árunum milli 1920-1980 voru sett lög um fjármál hjóna á öllum Norðurlöndunum með þessum grundvallarreglum.1 Fyrir tæpum 30 árum, eða á 20. norræna lögfræðingaþinginu í Oslo, var eitt umræðu- efnanna: „Er þörf breytinga á gildandi reglum um fjármál hjóna.2 1 umræðunum, sem þar fóru fram, var það almenn skoðun, að lög- in hefðu reynst nokkuð vel og ekki væri ástæða til stórfelldra breyt- inga.3 Nú eru liðin u.þ.b. 60 ár frá því að löggjöfin um fjármál hjóna var sett. Það hafa að vísu verið gerðar vissar breytingar á flestum lag- anna, en þar hefur ekki verið um neinar grundvallarbreytingar að ræða. Þróun síðustu áratuga gefur tilefni til að staldra við og íhuga, hvort lögin hafi staðist tímans tönn. Það er rétt að taka það fram, að það er ekki allt í einu í dag, að áhugi vaknar á þessum málum. Mikill áhugi hefur ríkt á málum fjölskyldunnar og sifjalöggjafar á undanförnum árum. Sifjalaganefndir Norðurlandanna hafa haft lög- in um fjármál hjóna í endurskoðun síðustu árin. Á 29. norræna lögfraeðingaþinginu í Stokk- hólmi 19.—21. ágúst s.l., var Guðrún Er- lendsdóttir dósent meðal framsögumanna. Fjall- aði hún um fjármál hjóna og sambúðarfólks. Eins og aðrir aðalframsögumenn hafði hún sam- ið greinargerð um efnið, sem send var þátttak- endum um mitt sumar. Þessi greinargerð er birt hér. Þar er sagt frá gildandi reglum og rætt, hvort æskilegt sé að afnema regluna um helm- ingaskipti, þegar skipt er eignum hjóna, svo og hitt, hvort unnt sé og heppilegt að lögfesta reglur um fjárhagslega stöðu fólks, sem er í óvígðri sambúð. 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.