Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 7
Með hj úskapareign er átt við þær eignir, sem maki flytur í bú við upphaf hjúskapar eða aflar síðar allt til slita fjárfélags. Arður af slíkri eign og það, sem í stað hennar kemur, verður einnig hjúskapar- eign. Almenna reglan er sú, að maki hefur sérforræði yfir hjúskapar- eign sinni. Þessu sérforræði eru þó settar vissar takmarkanir vegna tillitsins til hins makans eða fjölskyldunnar í heild, og lýsa þessar takmark- anir sér í því, að krafist er samþykkis hins makans til sölu eða veð- setningar á fasteign, sem fjölskyldan býr í eða er notuð við atvinnu- rekstur beggja hjóna eða hins (Danmörk, Island, Noregur). 1 Sví- þjóð og Finnlandi er krafist samþykkis um allar fasteignir. Einnig er krafist samþykkis til sölu eða veðsetningar á lausafé, ef það telst til búsgagna á sameiginlégu heimili hjónanna, til nauðsyn- iegra vinnutækja hins eða er notað til þarfa barna. Mismunandi reglur gilda um form samþykkis. I Danmörku og Islandi er ekki krafist skriflegs samþykkis um fasteignir, en í hin- um löndunum er þess krafist. Þessar reglur, sem krefjast samþykkis maka til vissra ráðstafana, eru félagslegar verndarreglur. Það er eðlilegt, að hjón hafi samráð um ráðstafanir þessara eigna, sem skipta miklu máli fyrir fjölskyld- una í heild. Það skiptir þann maka, sem ekki á eignina, miklu máli, hvernig henni er ráðstafað, þar sem hann á hjúskaparrétt yfir henni og búshlutakröfu við skipti.5 Skuldaábyrgðin Aðalreglan er sú, að hvor maki um sig ber aðeins ábyrgð á þeim skuldbindingum, sem á honum hvíla, en ekki ábyrgð á skuldum hins makans. Frá þessari aðalreglu eru frávik, þegar um er að ræða nauðsynleg útgjöld vegna heimilisþarfa eða þarfa barnanna, og í Danmörku, Is- landi og Noregi einnig vegna sérþarfa eiginkonu. Þégar um þessi útgjöld er að ræða, skiptir ekki máli, hvort hjón- anna stendur að samningnum, bæði hjónin verða sameiginlega ábyrg. Þessi undantekning frá aðalreglunni um skuldaábyrgð á rót sína að rekja til hagsmunalegrar samstöðu hjónanna, en reglan um sérþarf- ir eiginkonunnar er ekki í samstöðu við það jafnræðissjónarmið sem löggjöfin telst byggja á, og tekur mið af eldra fyrirkomulagi um hlut- verkaskiptingu kynjanna. 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.