Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 27
b) „Ved oplesning af et samliv mellem to personer kan skifteretten pálægge den ene part at yde den anden et belob for at sikre at denne ikke stilles ábenbart urimeligt (væsenligt ringere end stemmende med billighed), navnlig nár hensyn tages til parternes okonomiske forhold og samlivets varighed. Hensyn kan ogsá tages til den insats, den págældende har ydet til det fælles hjem gennem arbejde, bidrag til det fælles underhold, afsavn eller pá en anden máde.“ Þessi ákvæði eru ekki einskorðuð við sambúðarfólk, en miðast þó fyrst og fremst við fjárskipti þeirra. Nefndin er sammála um, að ekki eigi að lögfesta lögerfðarétt milli sambúðarfólks. Helmingur nefndarmanna telur, að sanngirnisreglan, sem lýst er hér að framan (b) eigi að koma til við skipti, þegar sam- búð lýkur vegna andláts annars aðila, en hinn helmingurinn er and- vígur því. Nefndin er sammála um, að eftirlifandi sambúðaraðili eigi ekki að hafa rétt til útlagningar eftir virðingu á eignum hins látna. Danska sifjalaganefndin hefur í fyrri álitsgerð nr. 4 um skilyrði skilnaðar að borði og sæng og lögskilnaðar (719/1974) lagt til, að lögfest verði regla þess efnis að skylda til að greiða fyrrverandi maka framfærslueyri falli niður, ef sá sem réttinn á stofnar til óvígðrar sambúðar, alveg á sama hátt og hann fellur niður ef hann gengur í hjúskap. Meiri hluti nefndarinnar vill breyta erfðalögum á þann veg, að erfingi geti krafist skipta, ef eftirlifandi maki í óskiptu búi hefur verið í sambúð í tvö ár. Meiri hluti nefndarinnar leggur einnig til, að ráðherra fái aukna heimild til að lækka erfðafjárskatt til hagsbóta fyrir sambúðaraðila. Norska nefndin Nefndin var sammála um að mæla ekki með yfirgripsmikilli lög- gjöf um óvígða sambúð heldur takmarkaðri löggjöf á sviðum þar sem sérstök þörf er fyrir löggjöf, en tilgangurinn væri fyi’st og fremst að vernda veikara aðilann í sambúðinni og börnin. Að öðru leyti yrði að treysta á almennar reglur fjármunaréttarins, þ. á m. reglurn- ar um sameign og þann dómapraksis, sem orðið hefur um sameign milli sambúðarfólks. Nefndin leggur til, að við ákvæðið í hjúskaparlögunum um brottfall framfærslueyris, ef það hjóna, sem hans nýtur, giftist að nýju, verði bætt þessum orðum: „Det samme gjelder dersom den berettigede har bodd og levd sammen med en person av motsatt kjonn i minst ett ár.“ 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.