Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 24
hefði gert kaupin möguleg með fjárhagsaðstoð sinni, annaðhvort eigin tekjum eða vinnu á heimili, og loks mátti enginn samningur vera á milli aðila þess efnis, að kaupandi hlutar skuli einn talinn eigandi hans. I Danmörku hafa gengið margir dómar um sameign við slit sam- búðar. Eru margir þeirra reifaðir í bók Inger Margrete Pedersen, Papirlöse samlivsforhold, bls. 83-94 og í Betænkning 915, 1980, bls. 104-112. Eins og þar kemur fram, er.u dómarnir margbreytilegir og sýna ljóslega, að sambúðarformin eru ákaflega mismunandi. Af dóm- unum má ráða, að tilhneiging er til að ætla, að sameign verði um innbú, ef báðir aðilar hafa haft tekjur og sambúð hefur ekki verið stutt. I öllum dómunum hafa báðir aðilar haft einhverjar tekjur, og virðist ekki vera tekin afstaða til þess, hvort sameign geti myndast, ef annar aðilinn er heimavinnandi; einnig virðist vinna á heimilinu vera metin á mismunandi hátt í dómunum. Það er rétt að benda á, að skiptaréttur í Danmörku hefur tekið bú sambúðaraðila til skipta, þegar erfitt hefur verið að greina í sund- ur eignir aðila. Þégar mörgum eignum er blandað saman, er talið fyrir hendi bú, sem hægt er að slíta hjá skiptarétti samkvæmt 82. gr. skiptalaga.36 I norskum rétti er ekki hægt að láta skiptarétt skipta búi sambúð- arfólks, og ekki heldur á Islandi, og gekk um það hæstaréttardómur 1980 (bls. 1489), þar sem ekki var fallist á, að 90. gr. íslensku skipta- laganna, sem fjallar um skipti á öðrum búum en dánarbúum, verði beitt um skipti vegna slita á óvígðri sambúð. 1 Norégi hafa dómstólar viðurkennt sameign í ríkum mæli, bæði þegar báðir aðilar hafa haft tekjur, sem farið hafa til kaupa á hlut, án þess að unnt sé að sanna hlutföll hvors um sig, svo og þegar annar aðili notar sínar tekjur til heimilisútgjalda en hinn notar tekjurnar til fjárfestingar, sérstaklega, ef um er að ræða hluti til sameiginlegra nota, íbúð og innbú. Þótt aðeins annar aðilinn hafi tekjur en hinn sé heimavinnandi hefur sameign verið viðurkennd, og er það í samræmi við „húsmóður“ dóminn. I dómi í Rt. 1978:1352 er fjallað um óvígða sambúð. Þar virðist lagt til grundvallar, að hægt sé að nota sömu sjón- armið um sambúð og hjúskap að því er snertir heimavinnu konu. Það er þó talið, að sambúðin verði að vera varanleg og fjárhagsleg sam- staða með aðilum til þess að sameign myndist. Þeir dómar, sem dæmt hafa sameign í hjúskap, hafa takmarkað sameignina við sam- eiginlegan bústað og innbú. Ef um sambúð er að ræða, er talið hugs- anlegt, að sameign myndist í öllu búinu, en ekki bara einstökum hlut- 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.