Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 49
hefðbundnum aðferðum samninga, sáttaumleitana og hreinskipta í utanrikis- málum og að binda endi á, að styrjöld sé á dagskrá sem stefnumál bjóða. Ráðstefnan er þeirrar skoðunar að stöðva verði kjarnorkukapphlaupið. Það er feigðarflan að láta framtíð mannkynsins hvíla á jafnvægi kjarnorkuógna. Smávægileg mistök gætu vaidið skelfingarástandi um heim allan. Heilbrigð skynsemi krefst þess, að öll vopn, herstöðvar og vopnasala verði afnumin. Kjarnorka verður að vera virkjuð einvörðungu til friðsamlegra nota, háð alströngustu alþjóðlegri stjórn og eftirliti. Framleiðsla kjarnorkuvopna verður að vera bönnuð með öllu, og svipta verður hvern og einn tækifærum til að framieiða þau. Sé þessu fylgt eftir, ef nauðsyn krefur, með sameiginlegu alþjóðlegu átaki. Náttúruauðæfum þjóða verður í ríkum mæli að verja til þess að framleiða vörur og láta í té þjón- ustu fyrir almúgamanninn. Álíta verður að það sé glæpur gagnvart mann- kyninu og þurfi að fá meðferð í samræmi við það, ef náttúruauðæfum væri stórlega varið til ófriðsamlegra tiltækja. Einingu mannkynsins, svo nauðsynleg sem hún er, er vansi í því að til skuli vera fáar ofaldar þjóðir og hins vegar mikill fjöldi vannærðra þjóða. Fjár- munum og efnisforða þjóða verður að veita til hags þeim fátækari og að beita til þess siðferðislegum þrýstingi. Skipta verður með jafnræði ónumdum verðmætum og náttúruauðæfum, sem tæknivæðing hefur leyst úr læðingi, og skal þá leggja til grundvallar neyslu- þörf, fremur en að láta stærð, vald eða frumeignarrétt hjá þeim, sem upp- runann átti, ráða. Ráðstefnan beinir til Sameinuðu þjóðanna að þær birti viðeigandi form að lagareglum til eflingar endurbættri hagskipan. Fyrirtæki til viðskipta á milli þjóða hafa mikilvægu hlutverki að gegna til dreifingar á aukinni tækniþekkingu og til þess að efla framgang hins van- þróaða hluta heimsins. En þau verða að láta almenna hagsmuni mannkynsins njóta góðs af fengsemi sinni. Stofnunin „Heimsfriður tryggður með lögum“ hefur ætíð skoðað sem forsendu, að þau þjóðfélög ein ættu tilverurétt, sem viðurkenndu gildi og virðuleik einstaklingsins. Ráðstefnan leggur áherslu á þessi sjálfsögðu sannindi. Mannlegur virðuleiki gerir sem lágmark ráð fyrir algjöru hugsanafrelsi og trúfrelsi, fullkomnu frjálsræði til þess að vita sannleikann og til þess að miðla honum með öllum tiltækum ráðum. Þjóðfélög, sem bæla niður skoðanaágreining og ofsækja þann, sem ágrein- inginn gerir, geta ekki talist lúta alþjóðlegum lögum menningarríkja. Ráðstefnan vill, að siðferðislegt afl stofnunarinnar verði nýtt til baráttu gegn slíkum meinum og að þeir, er að henni standa beini kröftum sínum í sömu átt, svo að þessum meinum verði eytt. Lögfræðingar, hvar sem er í heiminum, gegna sérstöku ábyrgðarhlutverki vegna sérmenntunar og sérhæfingar. Lögfræðingar, sem ekki njóta frelsis, eru eins og fiskar á þurru landi. Þeir kafna til dauðs í andrúmslofti, sem mengað er af lögleysu og harðstjórn. Ráðstefnan heitir á alla lögfræðinga að hefjast handa, hvar sem þörf gerist, til að fletta ofan af yfirtroðslum á alþjóðlegum lögum, sviptingu mannréttinda,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.