Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Blaðsíða 44
Frá Lögmaimafélagi íslands AÐALFUNDUR 1981 Aðalfundur Lögmannafélags íslands var haldinn hinn 26. mars sl. Formaður, Þorsteinn Júlíusson hrl., flutti skýrslu stjórnarinnar um liðið starfs- ár. í upphafi minntist formaður Hauks Jónssonar hrl., sem lést á árinu, og vottuðu félagsmenn hinum látna virðingu sína með því að risa úr sætum. Á árinu voru haldnir þrír almennir félagsfundir, þar af tveir hádegisverðar- fundir. Á öðrum þeirra var fjallað um „codex ethicus“, og hafði Hákon Árna- son hrl. framsögu um það mál. Var aðallega rætt um auglýsingastarfsemi lögmanna, og sýndist sitt hverjum í því efni, en þó vildi meiri hluti manna, að núgildandi reglur stæðu óbreyttar eða lítt breyttar. Á hinum hádegisverðarfundinum var fundarefnið ágripsgerð fyrir Hæstarétt. Hafði Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari framsögu í málinu. Flutti hann ágætt erindi, sem síðar var fjölritað og sent til félagsmanna. Á þriðja fundinum var fjallað um lífeyrismál. Þar flutti dr. Pétur Blöndal tryggingarstærðfræðingur mjög fróðlegt erindi og svaraði fyrirspurnum fund- armanna. Sem kunnugt er eru lögmenn nú lögum samkvæmt skyldir til að vera í lífeyrissjóði. Á árinu bárust félaginu 23 erindi, þar sem stjórnin var beðin umsagnar um leyfisumsóknir til málflutnings fyrir héraðsdómi. Stjórnin mælti með 10 um- sóknum og ákvað að mæla ekki gegn 11 umsóknum. Mælt var gegn tveim umsóknum að svo stöddu, en þeir aðilar, sem þar um ræðir, voru báðir búnir að fá héraðsdómslögmannsréttindi, er aðalfundurinn var haldinn. Á starfsárinu fengu 6 héraðsdómslögmenn réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti, en nýir félagar vegna nýrra réttinda eru 23. Á félagaskrá eru nú 111 hæstaréttarlögmenn og 140 héraðsdómslögmenn. Heiðursfélagi er Rannveig Þorsteinsdóttir hrl. Tólf hæstaréttarlögmenn, 70 ára og eldri, eru gjaldfríir. Fram kom, að starf stjórnarinnar hefði að mestu verið með hefðbundnum hætti síðastliðið starfsár, en stjórnarfundir voru haldnir reglulega hvern mið- vikudag, nema yfir hásumarið og um stórhátíðir. Fram kom, að stærstur hluti starfstíma stjórnarinnar hefði farið ( afgreiðslu ýmis konar kærumála að venju. Alls bárust 22 ný kærumál á starfsárinu, og lauk stjórnin afgreiðslu 18 þeirra. Einn úrskurður stjórnarinnar var í kærumeðferð í Hæstarétti, og staðfesti Hæstiréttur úrskurð stjórnarinnar. Fastar starfandi nefndir á vegum félagsins eru þrjár, laganefnd, kjaranefnd og gjaldskrárnefnd. Störfuðu allar þessar nefndir af miklum krafti á árinu. Fram kom að gjaldskrárnefnd hefðu borist 14 mál til umsagnar og að hún 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.