Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Qupperneq 30
en þingmenn ræddu ekki sérstaklega um hlutlægu regluna. Fara þarf nokkra áratugi aftur í tímann til að rekja sögu víðtækrar bótareglu vegna umferðartjóns, en fyrirmæli um hlutlæga ábyrgð eru nú í umferðarlögum nr. 40/1968. Árið 1914 var lagt fram á Alþingi frv. til laga um notkun bifreiða. í því fólst tillaga um hlutlæga ábyrgð bifreiðareiganda vegna tjóns af völdum aksturs bifreiðar. Reglan um hlutlæga ábyrgð átti þó ekki að ná til tjóns á fólki eða varningi, sem bifreið flytur, nema hún væri til afnota fyrir almenning gegn borg- un. 1 frv. er ekki sagt annað um þessa nýju reglu en að hún sé tekin upp eftir norskum áltvæðum um sama efni og að svipuð ákvæði gildi í Danmörku.49 Tillaga þessi hlaut ekki samþykki Alþingis, en í stað hennar var lögleidd sakarlíkindaregla. Ymsir þingmenn bentu á, að bifreiðir gætu haft hættu í för með sér og töldu að þess vegna ættu eigendur að bera ríka bótaábyrgð. Einn þingmanna, Sveinn Björns- son 1. þm. Rvk., mælti gegn víðtækri bótaskyldu og benti m.a. á, að bótareglur frv. brytu algerlega í bága við allar gildandi reglur um skaðabætur hér á landi. Hann sagði einnig, að þegar brotið væri í bága við allar gildandi reglur, þyrftu að koma fram grundvallaðar ástæður fyrir því. Slíkar ástæður hafi ekki komið fram. Ennfremur sagðist Sveinn Björnsson ekki álíta það nægileg rök að benda á að svona ákvæði væru í lögum í Danmörku og Noregi.50 Sakarlíkindaregla gilti um tjón af notkun bifreiða þar til sett voru umferðarlög nr. 26/1958. Þá var lögfest hlutlæg bótaregla, sem hefur gilt síðan. 1 grg. með umferðarlagafrumvarpinu, sem lagt var fyrir Alþingi 1957 segir svo: „Að því er varðar ábyrgðarreglurnar sjálfar, þá hefur það gilt, að sá, er ábyrgð ber á bifreið, er fébótaskyldur, nema leitt sé í ljós, að slysi eða tjóni hefði ekki orðið afstýrt, þótt bifreiðin hefði verið í lagi og ökumaður sýnt fulla aðgæzlu og varkárni. Hér á landi hefur reynslan orðið sú, að þeim, er ábyrgð ber á bifreið, hefur sjaldnast tekizt að sanna gallaleysi tækisins eða fulla að- gæzlu eða varkárni ökumanns. Hefur gildandi reglum því í fram- kvæmd verið beitt sem um algera (objectiva) bótaábyrgð væri að ræða. Annars staðar á Norðurlöndum hefur og farið á sömu lund. Orðalág gildandi reglu er til þess fallið, að menn reyni að losna undan ábyrgð í skjóli hennar. Hún ýtir þannig undir menn til þess að leggja í hæpin málaferli. Á hinn bóginn munu tryggingar- 49 Alþt. 1914 A, bls. 86. 50 Alþt. 1914 B III, d. 182-183. 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.