Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Side 43
2 DÓMSREIFUN Aðilar Sóknaraðili: Birgir Guðjónsson (S). Varnaraðilar: Nefnd samkvæmt 1. mgr. 33. gr. 1. 56/1973 um heilbrigðisþjónustu og heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið (V). Réttargæslustefndi: Þórður Harðarson. Gagnsök. Málavextir S var einn sex umsækjenda um starf yfirlæknis lyflækn- ingadeildar Borgarspítalans í Reykjavík. Stöðunefnd skv. 1. mgr. 33. gr. 1. 56/1973 skilaði álitsgerð um hæfni umsækjenda til starfsins og var þeim raðað í töluröð eftir hæfni. S var raðað í fimmta sæti en ÞH, sem stöðuna hlaut, í fyrsta sæti. S taldi ýmsa annmarka vera á stöðuveitingunni og þegar hann fékk ekki kröfum sínum framgengt innan stj órnsýslunnar höfðaði hann dómsmál til þess að fá tilteknum atriðum álitsgerðarinnar hnekkt. Dómkröfur S gerði m.a. eftirfarandi dómkröfur: (a) að röðun stöðu- nefndar á umsækjendum yrði dæmd ómerk, (b) að dæmt yrði að full- yrðing stöðunefndar í bréfi til heilbrigðis- og tryggingamálai’áðuneyt- isins, í framhaldi af álitsgerð sinni, um að ÞH sé sérfræðingur í lyf- lækningum, væri röng. V krafðist sýknu í héraði en í Hæstarétti að málinu yrði vísað frá héraðsdómi en til vara að héraðsdómurinn yrði staðfestur. Málsástæður Um (a). S taldi röðun umsækjenda í töluröð eftir hæfni ólöglega bæði vegna forms- og efnisástæðna. Lög heimiluðu ekki slíka röðun og hún væri ólögmæt végna þess að nefndin hafi farið rangt með stöðuheiti ÞH, sem væri sérfræðingur í hj artalækningum en ekki í lyflækningum. V benti m.a. á að veitingarvaldshafi væri ekki bundinn af áliti nefnd- arinnar á annan hátt en þann að eingöngu mætti veita stöðu þeim, sem nefndin áliti hæfan. Röðun á umsækjendum skipti í því efni engu máli. Nefndin hafi einnig að öðru leyti farið að lögum. Um (b). S hélt því fram að stöðunefnd hafi farið rangt með sér- fræðiviðurkenningu ÞH í álitsgerð sinni og rangtúlkað hana fyrir ráðu- neytinu. ÞH væri sérfræðingur í hjartalækningum en ekki í almenn- um lyflækningum eða lyflækningum skv. réttri skilgreiningu. V hélt því m.a. fram að ÞH væri viðurkenndur sérfræðingur í lyf- lækningum, þ.e.a.s. hjartalækningum, sem féllu undir hugtakið lyf- lækningar, sbr. X-lið 4. gr. rgj. 39/1970 um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa. 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.