Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 42
a) Ef ágreiningur rís með aðilum um skipun gerðardóms. Hér er átt við ágreining sem rís um það hvernig skýra beri gerðarsamning að þessu leyti. b) Ef gagnaðili fullnægir ekki skyldum sínum samkvæmt gerðarsamningi um skipun gerðarmanns. Hér er fyrst og fremst átt við aðgerðarleysí aðila við að skipa í gerðardóminn. c) Ef aðilar ná ekki samkomulagi um skipun gerðarmanns. Þetta á við þegar gert er ráð fyrir skipun gerðarmanns í gerðarsamningi. d) Ef ekki næst samkomulag aðila um fjölda eða skipun í gerðardóm þegar svo stendur á að ákvæði um skipun og fjölda gerðarmanna er ekki til að dreifa í gerðarsamningi. Þegar aðili hefur ekki fullnægt skyldum sínum samkvæmt gerðarsamningi, eða ágreiningur verður um skipun gerðarmanns hefur verið talið að samningsað- ili hans geti leitað til dómstólanna með venjulega málsókn og fengið gagnaðila sinn dæmdan til að fullnægja skyldum sínum samkvæmt samningnum. Þessi leið þjónar þó illa megintilgangi gerðarmeðferðar um hraða málsmeðferð. í lögun- um er því farin sú leið, að gefa aðilum kost á úrskurði héraðsdóms um þessi atriði eftir því sem nánar segir í 5. gr. og sæta þeir úrskurðir almennt ekki kæru. Beiðni til héraðsdóms skal vera skrifleg og koma fram strax og tilefni gefst til, eins og segir í greininni. í greininni eru héraðsdómi lagðar til verklagsreglur til að flýta meðferð málsins. Þannig verður dómari að gefa gagnaðila færi á að tjá sig, frestir skulu vera stuttir og málið munnlega flutt. Þetta þjónar þeim tilgangi að hraða gerðarmeðferð. Það er meginregla að eftir að gerðardómurinn hefur tekið til starfa eigi hann úrskurðarvald um gildi gerðarsamnings svo og ýmis atriði er varða gerðarmeð- ferðina og upp kunna að koma undir rekstri gerðarmáls. í vissum tilvikum þótti þó rétt að gefa aðilum kost á að leita til dómstóla til að fá úrlausn ágreinings. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að gera gerðarmeðferð fljótvirkari og eins að draga úr hættu á ógildingarmáli síðar. Nefna má eftirfarandi tilvik: a) Gerðardómur verður óstarfhæfur sakir veikinda eða annarra atvika er varða gerðarmenn, sbr. 4. gr. b) Verulegur dráttur verður á meðferð gerðarmáls sem rekja má til vanrækslu gerðarmanna, sbr. 9. gr. c) Aðilar eru ósáttir við úrskurð formanns gerðardóms um hæfi gerðarmanna, sbr. 6. gr. Um meðferð þessara mála fyrir héraðsdómi fer með sama hætti og áður hefur verið rakið. Ekki er ætlast til að vitnaleiðsla eigi sér stað fyrir héraðsdómi þegar ágreiningsatriði sem þessi eru borin undir dóminn til úrskurðar. I dómsmáli um gildi gerðardóms kynni að koma fram vörn byggð á málsástæð- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.