Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 53
Dómurinn er á því reistur að heimild dómstóla til að hnekkja efnisúrlausn gerðarmanna sé þröngur stakkur skorinn og að ekki hafi verið leitt í ljós að úrlausn gerðarmanna hafi verið reist á ólögmætum sjónarmiðum. 3.4. Gerðardómssáttir í 12. gr. gerðardómslaganna segir að sátt fyrir gerðardómi megi ógilda með málsókn í héraði með sama hætti og réttarsátt. Réttarsátt getur verið háð ýmsum annmörkum. Hún getur í fyrsta lagi verið ógild af efnisástæðum vegna þess að ógildingarreglur samningalaganna eiga við um hana. Réttarsátt sem komin er til vegna svika, nauðungar eða annars slíks getur því verið ógild á sama hátt og venjulegt loforð. Slíka réttarsátt er hægt að ógilda með málsókn í héraði og þá ennfremur sáttir sem gerðar eru fyrir gerðardómi samkvæmt fyrrnefndri lagagrein. Réttarsátt getur einnig verið ógild af formsástæðum en þó er það mun sjaldgæfara. Þetta gildir þá líka um sátt fyrir gerðardómi. í 8. gr. gerðardómslag- anna segir að sátt í gerðardómi skuli vera skrifleg og undirrituð af aðilum og gerðarmönnum. Ætla má t.d. að sé þessum kröfum ekki fullnægt geti komið til ógildingar sáttar sem gerð er fyrir gerðardómi. Um aðferðina við ógildingu sátta fyrir gerðardómi var fjallað í 3.1. 4. AÐFARARHÆFI GERÐARDÓMA Uni aðfararhæfi er fjallað í 13. gr. gerðardómslaganna. Þar er gert ráð fyrir að gerðardómur eða sátt, sem gerð er fyrir gerðardómi, skuli vera aðfararhæf. Um skilyrði aðfarar, aðfararfrest og framkvæmd aðfarar fer eftir reglum aðfarar- laga. Samkvæmt lögum 90/1989 um aðför, sem taka skulu gildi 1. júlí 1992, er einkum kveðið á um þessi atriði í 2., 3. og 5. kafla laganna. Umrætt ákvæði er nýmæli. Aðfararhæfið veitir gerðardómi aukið gildi og má ætla að hið nýja úrræði muni því styrkja gerðardómsmeðferð sem réttarúrræði. Þess ber þó að gæta að varnir gegn gildi gerðardóms komast að við aðför. Og jafnvel þó að aðili geti komið fram aðför getur hann orðið að hlíta málsókn fyrir hinum venjulegu héraðsdómstólum þar sem krafist er ógildingar gerðardóms. Fyrir lögfestingu gerðardómslaganna átti dómhafi gerðardóms í vissum erfið- leikum ef gagnaðili hans greiddi ekki af fúsum og frjálsum vilja þá kröfu sem honum hafði verið dæmd í gerðarmálinu. Þurfti hann þá að höfða sérstakt bæjarþingsmál þar sem hann krafðist m.a. aðfararhæfis fyrir tildæmdum kröfum í gerðarmálinu. Slík málsmeðferð var til þess fallin að draga fullnægju kröfunnar á langinn og kostaði auk þess fyrirhöfn. Nú getur gerðardómshafi hins vegar snúið sér beint til viðkomandi dómara með beiðni um aðför. Þess ber auðvitað að gæta að ekki eru allar kröfur fyrir gerðardómi um aðfararhæft efni fremur en kröfur fyrir dómstólum. Viðurkenningarkröfu, sem gerðardómur tekur til 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.