Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 17
sem í eru ákvæði, andstæð landslögum, að þá skorti gildi að því leyti að íslenskum lögum. Slík lagaákvæði fái hér ekki lagagildi fyrr en búið sé að breyta íslenskri löggjöf til samræmis við samninginn." Síðan segir höfundur: Dómstólar, stjórnvöld og almenningur verða að fara eftir landslögum þangað til þeim er breytt með lögformlegum hætti, en ríkisstjórn - og reyndar Alþingi líka - er skylt að annast um, að nauðsynlegar lagabreytingar séu gerðar sem fyrst, til þess að unnt sé að fullnægja þjóðréttarlegri skuldbindingu ríkisins. Stefán M. Stefánsson prófessor hefur ritað ítarlega um þetta viðfangsefni almennt og eru helstu niðurstöður hans, að staða þeirra þjóðréttarsamninga, sem ætlað er að hafa svonefnd bein réttaráhrif, sé tiltölulega veik eftir íslenskum rétti.12 Hafi samningnum ekki verið rækilega umbreytt hér á landi og sett lög sé oft lítil von um að unnt sé að bera ákvæði þjóðréttarsamnings undir dómstóla með árangri. Akvæði þjóðréttarsamnings víki ávallt fyrir ósamrýmanlegum settum lögum eða eftir atvikum ósamrýmanlegum síðar settum lögum. Höfundur víkur sérstaklega að MSE og vitnar til kenninga um sérstöðu ákvæða MSE að því leyti að sáttmálinn geti verið bein réttarheimild í viðkom- andi landi án þess að hann sé lögtekinn.13 Síðan segir höfundur: „Þetta er þó tæpast gildandi réttur hér á landi enn sem komið er." Segja má að hér gæti nokkurrar varkárni í niðurstöðu Stefáns. Gunnar G. Schram prófessor hefur komist að afdráttarlausri niðurstöðu um forgang landsréttar og telur að dómstólum beri að dæma eftir lagaákvæðunum ef saman lýstur ákvæði landslaga og þjóðaréttar, enda hafi þjóðréttarákvæðið ekki verið sérstaklega lögleitt eða unnið sér þegnrétt sökum réttarvenju.14 Ennfremur segir höfundurinn, að hafi alþjóðasamningar, sem ísland gerist aðili að, að geyma ákvæði andstæð íslenskum lögum, þá hafi þau ekki gildi fyrr en hlutaðeigandi lagaákvæði hafa verið numin úr gildi eða þeim breytt til samræmis við samningsákvæðin.15 Armann Snævarr telur þjóðréttarlega réttarskipandi samninga ekki bindandi réttarheimildir í íslenskum innanlandsrétti fyrr en þeir hafa verið teknir upp í íslensk lög.16 Hann telur hins vegar að þess megi vænta að íslenskir dómstólar skýri íslensk lög, ef kostur er samkvæmt almennum lögskýringareglum, til samræmis við þjóðréttarsamninga íslands, en lengra geti dómstólar naumast gengið. "Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands, 374. "Stefán M. Stefánsson: Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga, 14-15. "Stefán M. Stefánsson: Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga, 12. "Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti, 14. ''Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti, 14. “’Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, 268. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.