Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 15
í stórum dráttum þau, að húsasmíðameistarinn BS tók að sér þá umsjón með smíði hússins, er áskilin var í byggingarsamþykkt. BS vann þó ekkert við smíðina. BJ, starfsmaður byggingarfélagsins, slasaðist, er vinnupallur við húsið féll undan honum sökum vanbúnaðar, sem verkstjóri átti sök á. BJ krafðist bóta úr hendi verkstjórans og BS. Um þátt BS segir m.a. í dómi, að BS hafi ekki sinnt því eftirliti á byggingarstað, er hér skipti máli. Nægileg árvekni hans við ákvörðun um gerð og uppsetningu vinnupalla kynni að hafa getað komið í veg fyrir slysið. Þessi vanræksla á skyldum BS sem húsasmíðameistara nægði til að dæma hann bótaábyrgan.18 5.3 Óvissa um orsakatengsl, þegar fleiri en einn eiga sök Sérstök álitaefni koma upp, þegar tveir eða fleiri menn hafa hvor (hver) óháð öðrum gerst sekir um hegðun, sem leiða myndi til skaðabótaskyldu, ef ekki væri ósannað hvor eða hver þeirra olli tjóni því, sem um ræðir. Tilvikum sem þessum má skipta í þrjá flokka: (1) Víst er, að allt tjónið má rekja til annars eða eins hinna seku, en vafi leikur á hvor (hver) sé hinn raunverulegi tjónvaldur. (2) Sannað er, að báðir eða allir hafa stuðlað að tjóninu, en ekki er vitað hve mikill hluti þess verður rakinn til hvors eða hvers hinna seku. (3) Leitt er í ljós, að annað hvort hefur annar (sumir) hinna seku valdið öllu tjóninu eða tjónið verður rakið til beggja (allra) þeirra. Margir telja, að í vafatilvikum af þessu tagi sé rétt að dæma hina seku óskipt til greiðslu tjónbóta. Þótt niðurstaðan yrði vafalaust oft sú, verður það ekki talin almenn regla. Um þetta vísast að öðru leyti til kennslubóka í skaðabótarétti.19 5.4 Óbein sönnun eða frávik frá aðalreglu um sönnunarbyrði? í framkvæmd getur verið erfitt að draga skýr mörk milli óbeinnar sönnunar og þess að sönnunarbyrði sé snúið við. Eins og fyrr segir, getur dómari almennt ekki skorast undan að dæma mál, þótt vafi sé um sönnun. Dómara er skylt að taka afstöðu og hann hefur vald til að dæma um, hvort ágreiningsatriði teljist nægilega sönnuð. Oft er dómara mikill vandi á höndum, er hann metur hvort gögn, er fyrir liggja, nægi til þess að telja megi það sannað, sem málsaðili staðhæfir að sé rétt. Þegar úrlausn dómara um sönnun liggur fyrir, eru skoðanir annarra lögfræð- inga oft skiptar um mat hans. Sumum kann að þykja mat dómarans vægt, þ.e. að of lítil rök hafi verið færð fyrir staðhæfingu, sem hann telur sannaða, en öðrum að mat dómarans sé strangt, þ.e. að hann krefjist óþarflega mikilla gagna áður 18 Nokkur mál um orsakatengsl eru rakin í sérstökum köflum í dómaskrám, sjá ÍD, 231-233; Dl, 1-5; D2 1-3 og D3, 1-3. 19 Sjá t.d. Ussing, 203-204 og Vinding Kruse. 150-153. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.