Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 19
Þótt stuðst sé við sjónarmið í ætt við „res ipsa loquitur“ regluna í síðastgreind- um dómi, Þyrilsdóminum og e.t.v. fleiri dómum, verður ekki talið, að íslenskir dómstólar hafi slegið neinu föstu um slíka reglu. Af dómum verður ekki heldur dregin sú ályktun, að í íslenskum skaðabótarétti gildi almenn sakarlíkindaregla eða regla um löglíkur fyrir sök í einstökum flokkum bótamála. Hins vegar má stundum sjá þess merki að slakað sé á sönnunarkröfum í einstökum málum. Einnig geta málsatvik verið þannig, að mjög ólíklegt er, að tiltekinn tjónsatburð- ur hafi gerst af öðrum orsökum en yfirsjónum eða mistökum af hálfu stefnda,23 sbr. dæmi þau, er nefnd voru um beitingu „res ipsa loquitur“ reglunnar. Ef dómfellt er í slíkum tilvikum kann að vera umdeilanlegt, hvort dómari hafi vikið frá almennum sönnunarreglum. Kjarni málsins er þó sá, að vegna meginregl- unnar um frjálst sönnunarmat hefur dómari ótvírætt heimild til að fara þá leið, sem hann metur rétta, er hann tekur afstöðu til sönnunaratriða. Rétt er að ítreka það, sem fram er komið, að einstök dæmi um að dómari slaki á kröfum um sönnun eða felli sönnunarbyrði á stefnda bera ekki vitni um almenna sakarlíkindareglu. í slíkum undantekningartilvikum er einungis um það að ræða, að dómari metur, að atvik í því sérstaka máli, sem til úrlausnar er, séu þess eðlis að rétt sé að víkja frá ströngustu kröfum um að sönnunarbyrði hvíli að öllu leyti á tjónþola, sbr. t.d. HRD 1957 444. Hitt er svo annað mál, að í settum lögum eru til fáein bótaákvæði, sem fela í sér sakarlíkindareglu, sbr. einkum 68. gr. sigll. nr. 34/1985 og 113. gr., sbr. 116. gr. laga nr. 34/1964 um loftferðir. Þessi ákvæði varða þó bótaskyldu innan samninga, sem ekki er til umræðu hér. 5.6 Frávik frá ströngustu sönnunarreglum sem leið til að þyngja bótaábyrgð Ástæða þess að dómari slakar á kröfum um sönnun eða víkur frá almennum reglum um sönnunarbyrði getur verið sú, að hann telur rétt að stefndi beri víðtækari skaðabótaábyrgð en vera myndi eftir almennum skaðabótareglum. Unnt er með öðrum orðum að nota tilslökun um sönnun til þess að þyngja bótaábyrgð. Það myndi einkum gert, ef tjón hlýst af háttsemi, sem telja verður sérstaklega hættulega, sbr. Þyrilsdóminn (HRD 1953 617).24 Þegar svo stendur á er einnig kostur að fara aðra leið til þyngingar bótaskyldu, þ.e. að fella hreina hlutlæga ábyrgð á þann, sem hefur hina hættulegu háttsemi með höndum. Hér verður ekki rætt um rök varðandi það, hvort eðlilegra sé að þyngja bótaábyrgð með tilslökun um sönnun eða hreinni hlutlægri ábyrgð. Þess skal aðeins getið, að ef dómari telur eðlilegra að stefndi beri tjónið án tillits til þess, hvort hann eða menn, sem hann ber ábyrgð á, eiga sök, myndi hann beita hreinni hlutlægri ábyrgð. Annars fer hann vægari leiðina til þyngingar ábyrgðar 23 Ussing, 201-202. 24 Sjá Vinding Kruse, 169-170, von Eyben, 97 o. áfr. og Arnljótur Björnsson (1986), 65. 3 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.