Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 32
þess að ráðlegt er að vísa málefni varðandi túlkun bandalagsréttarreglu, sem hefur þýðingu í máli sem til meðferðar er, til Dómstólsins til forúrskurðar eins fljótt og unnt er svo að málinu verði ráðið sem fyrst til lykta. Viðhorf dómara, sem hingað til hefur mótast af innlendum sjónarmiðum og hugsunarhætti, er að torvelt og tímafrekt sé að leita úrlausnar Dómstólsins. Því miður virðist sá léttir, sem fylgir því að koma máli frá sér með eigin úrlausn, vega þyngra en skylduræknin þegar leita ber úrlausnar annarra dómstóla, í þessu tilviki Dómstóls Evrópubandalagsins.15 Framkvæmdastjórn Bandalagsins (die Kommission) hefur líka gert sér grein fyrir þessum annmörkum. í tilkynningu hennarfrá 7. september 1989 um úrræði til að koma á innri markaði Bandalagsins segir svo m.a.:16 Dómstólar í aðildarríkjunum bera einnig ábyrgð á skiivirkri og samfelldri beitingu bandalags- réttarins. Nefndin verður að krefjast þess í þágu borgaranna og réttvísinnar að dómstólarnir í aðildarríkjunum gegni hlutverki sínu á sama hátt og stjórnsýslan. Þetta útheimtir að dómarar og lögmenn kunni skil á beitingu bandalagsréttar, eins og framkvæmdastjórnin hefur bæði séð og gert kröfu um. IV. Lögfræðin er enn þann dag í dag þjóðleg fræðigrein en ekki evrópsk í löndum Bandalagsins. Hún tekur fyrst og fremst mið af lögum og dómafordæmum hvers ríkis og starfsaðferðir hennar ákvarðast af hefðum og menningu þeirra. Þetta á einkum við um aðferðafræði og þann hátt sem hafður er á um túlkun laga. Þessi tengsl við réttarmenningu hvers ríkis ráða einnig öllum þáttum menntunar í aðildarríkjunum. Þannig lærir venjulegur evrópskur lögfræðingur rétt eigin ríkis. Svipað má segja um dóma og fordæmi. Mjög er mismunandi eftir ríkjum, hvernig álitaefni eru greind og úrlausnir rökstuddar. Sjaldan er litið til erlendra fordæma við úrlausn hliðstæðra álitaefna. Enn er jafnvel tekið á réttarsambönd- um, sem ná út yfir landamæri einstakra ríkja, á grundvelli landsréttar, t.d. samningum milli ítalskra og þýskra eða franskra og danskra fyrirtækja. Úr réttarágreiningi af þessu tagi er leyst á grundvelli alþjóðlegs einkamálaréttar, en kenningar þeirrar fræðigreinar eru einnig þjóðlegs eðlis.17 Vaxandi tengsl aðildarríkjanna, einkum eftir 1992, valda því að hér verður þörf á gagngerum breytingum. I því sambandi er nauðsynlegt að greina að tvo mismunandi þætti, sem ég álít þó að verði að skoða í samhengi: 15 Meier, EuZW 1990, 83 16 KOM (89) nr. 42 og nr. 43 17 Coing, NJW 1990, 937 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.