Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 34
Coing prófessor í Frankfurt am Main hefur nýlega sett fram tillögur í þessu efni.2" Hann telur m. a. eftirtalin skref mikilvæg: a) Rannsókn á réttarkerfum annarra landa. Byrja verður á að losa um höft þjóðlegrar lögfræði, hefja umfjöllun um rétt annarra evrópskra ríkja og kynnast honum þannig. Kanna verður réttarsögu hinna ýmsu bandalagsríkja. b) Samanburðarlögfræði Leggja verður að mun aukna áherslu á samanburðarlögfræði. Rita verður fræðirit þar sem fjallað verði um mismunandi úrlausnir í rétti hinna ýmsu ríkja út frá réttarpólitísku sjónarmiði og fjalla einnig um rétt eigin lands út frá sjónarmiði samanburðarlögfræði. I þessu skyni þyrfti að skipa nefndir evrópskra lögfræðinga og fá til sérfræðinga á sviði samanburðarlögfræði til að semjaritverk jafnframt þvísem þeir væru leystir frá núverandi skyldumsínum. Afraksturslíkrar vinnu gæti síðan orðið grundvöllur „restatements" evrópsks réttar að bandarískum hætti. Þess háttar tilraun er þegar hafin á sviði almenns samningaréttar undir stjórn danska samanburðar- lögfræðingsins Ole Lando. Þetta verk gæti síðar orðið grundvöliur réttareiningar Evrópu. c) Námstilhögun. Á grundvelli þessarar fræðilegu vinnu þyrfti líka að koma á fót evrópskri lagakennslu. Þá þyrfti að kynna þróun þess réttar sem nú er í gildi í hinum ýmsu evrópulöndum. Síðar meir mætti þá miða lagakennsluna við að útskrifa evrópska lögfræðinga. Það kemur í hlut dómara í öllum evrópulöndum að krefjast þessa og ná þessum markmiðum, að halda inn á þessa nýju braut, að tryggja fulla og samræmda beitingu bandalagsréttarins og standa vörð um einstaklingsréttindi. Bandalagið verður að treysta á trúmennsku þeirra við að koma á innri markaði sínum.21 Geri dómarar sér ekki fyllri grein fyrir hlutverki sínu veikist staða þeirra í Evrópu, og þeir sem leita réttar síns fyrir dómstólum munu neyðast til að leita annarra úrræða. En á hinn bóginn mun staða dómaranna styrkjast ef þeir gera sér grein fyrir þeim umbrotum sem fylgja þróuninni í Evrópu og draga af þeim ályktanir í samræmi við það sem hér hefur verið rætt. Þá mun ekki aðeins staða dómaranna styrkjast, heldur munu þeir framvegis skipa sess senr handhafar hins þriðja valdþáttar í Evrópu á sama hátt og þeir fara nú sjálfstætt með einn af valdþáttunum í hinunr einstöku ríkjum. Þetta er líka eitt af merkustu og mikilvægustu verkefnum evrópudeildar Alþjóðasambands dómara sem nú loks hefur verið komið á. Það verður ekki leyst af hendi á einum degi. Það er tímafrekt og því er mikilvægt að tapa ekki enn meiri tíma. 20 Coing, s. 940 21 Meier, s. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.