Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 46
hverjum ber að veita vanhæfum og brotlegum dómurum stundarlausn og að búa svo um hnúta að þetta megi gera með hæfilegum hraða og án þess að réttaröryggi sé spillt. EFTIRMÁLI Rétt er að geta þess að höfundur sat í héraðsdómi í máli því sem dæmt var til fullnaðar með HRD 1989 1648. Að margra mati er dómara ekki rétt að taka til máls á opinberum vettvangi um þau efni, sem hann hefur dæmt um. Höfundur hefur lýst þeirri skoðun að þetta geti dómari gert á fræðilegum vettvangi, enda gæti hann þá alls þess sem gæta ber á þeim vettvangi. Dómara ber að láta í ljós tvímælalausa og endanlega skoðun sína á sakarefni og ófært er að gera þá kröfu til hans að hann rannsaki í hverju máli, jafnvel stórmáli, á sama hátt og fræðimaður, allt það efni sem fáanlegt er til að varpa ljósi á álitaefnin. Fræðimaður dregur hinsvegar saman tiltækan efnivið, greinir röksemdir og kemst að niðurstöðum sem oft verður að setja fram með fyrirvara. Margt af því sem segja má og segja þarf í fræðilegri ritgerð á ekki heima í dómi. Meginniðurstöður höfundar eru raunar hinar sömu og í héraðsdóminum en þó er þar blæbrigðamunur á sem væntanlega skýrist af því sem hér hefur verið sagt. Hvernig til hefur tekist að forðast brot á sjálfsögðum siðareglum dómara er lesendanna að meta. HEIMILDIR Baráttan við heimildirnar við samantekt ofanskráðrar ritsmíðar hefur verið háð á sama hátt og venja er til, en á heldur skömmum tíma. Höfundur hefur ekki getað notað neinar utanferðir til heimildakönnunar á ritunartímanum. Því hefur að langmestu leyti verið stuðst við tiltækar heimildir innanlands, en þær hafa reynst drýgri en búist var við. Nokkuð hefur verið notast við millisafnalán, en þar sem ekki hefur mátt ganga að því vísu að eitthvað væri á gögnum að græða hefur könnun þeirra verið sleppt, ef þau fundust ekki innanlands. Sumra þessara gagna er getið hér á eftir ef einhver í hópi lesenda hefði áhuga á að vita um þau. Við könnun annarra heimilda en dansk-íslenskra hefur að nokkru orðið að notast við fullgamlar upplýsingar. Mikil leit hefur verið gerð að ummælum sem varpað gætu ljósi á álitaefnið í dönskum þingtíðindum og greinum sem ritaðar hafa verið meðan unnið var að mikilvægum stjórnlögum og réttarfarslögum. Sú leit hefur borið takmarkaðan árangur. Um Ríkisþingið 1848-1849 eru tvennar aðalheimildir, hin opinbera „Beretning om Forhandlingerne paa Rigsdagen“ og „Rigsdagsblad for Menigmand“, gefið út sem viðauki við Almuevennen. Hið fyrrnefnda er til á bókasafni Alþingis. Hið síðarnefnda er ónákvæmara og þar af leiðandi ótraustari heimild. Ekki er því venja að vitna í það, en þar sem ég hef haft það undir höndum hef ég hyllst til að nota það sem varaheimild þar sem Beretningen er ekki lánuð út. 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.