Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 64
verulegur munur er á skýringum í lagasafni Karnovs og skýringum í sérstökum útgáfum af lögum. í Karnov eru aðeins tilvísanir en í sérútgáfum eru skýringarn- ar oft ítarlegar og fræðilegar. Finnland, sem er okkur af ýmsum ástæðum fjarlægara, hefur ágætt lagasafn en að öðru leyti er ég ókunnugur upplýsingastarfsemi Finna á sviði löggjafar. • Vegna hinnar öru tölvutækniþróunar hefur öll vinna á þessu sviði orðið auðveldari (nema etv. hér á landi). í Danmörku hefur Schultz-forlag komið upp tölvuvæddri upplýsingaþjónustu til lögfræðinga og almennings og yfirleitt er þessi útgáfu- og upplýsingastarfsemi í höndum einkaaðila, að minnsta kosti það sem er fram yfir það að finna réttan texta laganna. Nú verður vikið að lagasafninu íslenska. Útgefendur þess hafa ekki sett sér annað markmið en það að gefa út texta laganna eins og hann var 1. október 1990 og tilvísanir í reglugerðir sem teljast vera í gildi. Þetta verkefni er í sjálfu sér mjög einfalt því að þessar upplýsingar liggja fyrir í ráðuneytunum. Það geta þó komið upp álitamál og þá verður hlutverk útgefandans ekki vandalaust, eins og eftirfarandi dæmi sýnir. Á 106. löggjafarþingi, 1983-84, var lagt fram frumvarp til laga um breytingar á jarðalögum nr. 65/1976. Skotið var inn kafla um viðurkenningu á nýjum býlum, félagsbú og jarðaskrá. í frumvarpsgrein, sem varð 23. grein laganna, eins og þau eru nú, er gert ráð fyrir að býli þurfi að hafa ákveðið lágmark ræktaðs lands og í 28. gr. að hver aðili félagsbús fái réttarstöðu ábúanda á nýju býli. Þessi ákvæði hafa þótt óþörf þegar svo stóð á að sonur eða dóttir hóf búskap í skjóli foreldra, svo að við aðra umræðu í neðri deild var þessu ákvæði skotið inn í 25. gr.: „Heimilt er að samþykkja tímabundna stofnun félagsbús vegna ættliðaskipta á jörð og er í reglugerð heimilt að víkja frá skilyrðum 5. gr. 25. gr. (vísar til 23. gr.) og réttindum skv. 1. mgr. 28. gr., varðandi slík félagsbú“. Þessi breyting mun hafa verið samþykkt á stjórnskipulegan hátt og vera í texta þeim sem forseti íslands undirritaði.1 Þegar lögin voru birt í Stjórnartíðindum sem lög nr. 90/1984 um breytingar á lögum nr. 65/1976 vantaði þetta ákvæði og hefur ekki verið úr því bætt mér vitanlega. Það er ekki heldur í Lagasafninu 1991 en hefur verið í þeim sérprentunum laganna, sem landbúnaðarráðuneytið hefur afhent mönnum til að fara eftir. Nú er það svo, að óbirt lög hafa ekki lagagildi en ég tel samt að rétt hefði verið að hafa í lagasafninu þann texta sem forseti undirritaði með athugasemd um hvað væri birt og hvað óbirt. Þetta vekur að sjálfsögðu upp þá spurningu, hvort ekki er nauðsynlegt að fara yfir helstu lagabálka og athuga hvort þeir eru réttilega birtir. 1 Heimild: Tryggvi Gunnarsson hrl. 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.