Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 64
verulegur munur er á skýringum í lagasafni Karnovs og skýringum í sérstökum útgáfum af lögum. í Karnov eru aðeins tilvísanir en í sérútgáfum eru skýringarn- ar oft ítarlegar og fræðilegar. Finnland, sem er okkur af ýmsum ástæðum fjarlægara, hefur ágætt lagasafn en að öðru leyti er ég ókunnugur upplýsingastarfsemi Finna á sviði löggjafar. • Vegna hinnar öru tölvutækniþróunar hefur öll vinna á þessu sviði orðið auðveldari (nema etv. hér á landi). í Danmörku hefur Schultz-forlag komið upp tölvuvæddri upplýsingaþjónustu til lögfræðinga og almennings og yfirleitt er þessi útgáfu- og upplýsingastarfsemi í höndum einkaaðila, að minnsta kosti það sem er fram yfir það að finna réttan texta laganna. Nú verður vikið að lagasafninu íslenska. Útgefendur þess hafa ekki sett sér annað markmið en það að gefa út texta laganna eins og hann var 1. október 1990 og tilvísanir í reglugerðir sem teljast vera í gildi. Þetta verkefni er í sjálfu sér mjög einfalt því að þessar upplýsingar liggja fyrir í ráðuneytunum. Það geta þó komið upp álitamál og þá verður hlutverk útgefandans ekki vandalaust, eins og eftirfarandi dæmi sýnir. Á 106. löggjafarþingi, 1983-84, var lagt fram frumvarp til laga um breytingar á jarðalögum nr. 65/1976. Skotið var inn kafla um viðurkenningu á nýjum býlum, félagsbú og jarðaskrá. í frumvarpsgrein, sem varð 23. grein laganna, eins og þau eru nú, er gert ráð fyrir að býli þurfi að hafa ákveðið lágmark ræktaðs lands og í 28. gr. að hver aðili félagsbús fái réttarstöðu ábúanda á nýju býli. Þessi ákvæði hafa þótt óþörf þegar svo stóð á að sonur eða dóttir hóf búskap í skjóli foreldra, svo að við aðra umræðu í neðri deild var þessu ákvæði skotið inn í 25. gr.: „Heimilt er að samþykkja tímabundna stofnun félagsbús vegna ættliðaskipta á jörð og er í reglugerð heimilt að víkja frá skilyrðum 5. gr. 25. gr. (vísar til 23. gr.) og réttindum skv. 1. mgr. 28. gr., varðandi slík félagsbú“. Þessi breyting mun hafa verið samþykkt á stjórnskipulegan hátt og vera í texta þeim sem forseti íslands undirritaði.1 Þegar lögin voru birt í Stjórnartíðindum sem lög nr. 90/1984 um breytingar á lögum nr. 65/1976 vantaði þetta ákvæði og hefur ekki verið úr því bætt mér vitanlega. Það er ekki heldur í Lagasafninu 1991 en hefur verið í þeim sérprentunum laganna, sem landbúnaðarráðuneytið hefur afhent mönnum til að fara eftir. Nú er það svo, að óbirt lög hafa ekki lagagildi en ég tel samt að rétt hefði verið að hafa í lagasafninu þann texta sem forseti undirritaði með athugasemd um hvað væri birt og hvað óbirt. Þetta vekur að sjálfsögðu upp þá spurningu, hvort ekki er nauðsynlegt að fara yfir helstu lagabálka og athuga hvort þeir eru réttilega birtir. 1 Heimild: Tryggvi Gunnarsson hrl. 142

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.