Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 28
með auðkenninu AM 334 fol. Auk þess eru til nokkur brot sem óþarft er að telja hér upp. Handritin eru nú varðveitt í Stofnun Arna Magnússonar á Islandi. Textar þessara tveggja handrita eru ekki samhljóða og svo hefur einnig verið um aðrar lagaskrár sem nú eru ekki lengur til. Má marka það af eftirfarandi ákvæði í lögréttuþætti Konungsbókar: Það er og að það skulu lög vera á landi hér sem á skrám standa. En ef skrár skilur á, og skal það hafa er stendur á skrám þeim er biskupar eigu. Nú skilur enn þeirra skrár á, þá skal sú hafa sitt mál er lengra segir þeim orðum er máli skipta með mönnum. En ef þær segja jafn langt, og þó sitt hvor, þá skal sú hafa sitt mál er í Skálaholti er. Það skal allt hafa er finnst á skrá þeirri er Hafliði lét gera nema þokað sé síðan, en það eitt af annarra lögmanna fyrirsögn er eigi mælir því í gegn, og hafa það allt er hitzug leifir eða glöggra er.1 Þetta var í samræmi við hugmyndir manna um lög á miðöldum, þar á meðal í íslenzka þjóðveldinu og eðlileg afleiðing þess að í þjóðfélaginu var ekkert miðstýrt framkvæmdavald sem hafði það hlutverk að löggilda einn lagatexta.2 Meginefni Konungsbókar og Staðarhólsbókar er hið sama, en ekki hafa menn verið á einu máli um tengsl bókanna. Að svo miklu leyti sem sama efni er í handritunum má telja líklegast að þau eigi rót að rekja til eins sameiginlegs texta, annað hvort beint eða um einhverja milliliði og sá texti kynni að vera Hafliðaskrá frá vetrinum 1117-18. Eftir það hafi skrám fjölgað sem menn hafi ritað eftir þörfum og hugðarefnum og ólíkar skrár smám saman orðið til. í Staðarhólsbók eru margar einstakar greinar sem eru ekki í Konungsbók; þar sem mælt er fyrir um sömu efni eru ákvæði Staðarhólsbókar alla jafna ýtarlegri og nákvæmari en í Konungsbók. Þá er einnig sá munur að í Konungsbók er sums staðar einungis skrifað upphaf ákvæðanna eða upphaf og endir. Þetta er gert í Þingskapaþætti, Vígslóða, Arfaþætti, Ómagabálki og Festaþætti. Víðast hvar má fylla í þessar eyður með texta Staðarhólsbókar og á nokkrum öðrum stöðum í Konungsbók. Þessa gætir einnig á fáeinum stöðum í Staðarhólsbók.3 Má af því ráða að sá sem skrifaði Konungsbók hafi haft annað handrit þar sem þessi ákvæði voru og ekki talið ástæðu til að færa þau inn í handrit sitt, enda nauðsynlegt að spara skinnið sem var dýrt. Niðurskipan efnis, bæði þáttanna sjálfra og kafla innan þeirra, er ekki á einn veg og víða er orðamunur og efnis milli handritanna.4 Sérstaka athygli hlýtur að vekja að í Konungsbók eru mikilvægir kaflar sem alveg vantar í Staðarhólsbók og eru þeir þessir: 1 Grágás Ia, bls. 213. Grágás (1992), bls. 463. 2 Sjá nánar Sigurð Líndal: „Lög og lagasetning í íslenzka þjóðveldinu", bls. 121 o.áfr. 3 Sjá yfirlit í Grágás III, bls. 568-71. 4 Olafur Lárusson: Yfirlit yfir íslenzka réttarsögu, bls. 61-62. 280
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.