Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 14
un og „viðhaldsmenntun“ lögfræðinga, eins og það var kallað þá. Var m.a. á árinu 1969 haldinn umræðu- og fræðafundur um nýskipan laganáms á íslandi. A fundinum ályktaði félagið að brýnt væri að bæta úr menntunarþörfum lög- fræðikandidata, annars vegar með fræðilegri framhaldsmenntun í tengslum við lagadeild og hins vegar með viðhalds- og upprifjunarnámskeiðum. Skoraði fundurinn á lagadeild Háskóla Islands að hrinda sem fyrst í framkvæmd tillög- um um fræðilega framhaldsmenntun og viðhalds- og upprifjunarnámskeið sem deildinni höfðu verið sendar nokkru áður. Varð úr að félagið, í samvinnu laga- deild Háskóla íslands, gekkst fyrir því að haldið var námskeið eða málþing á árinu 1971 og var viðfangsefnið réttarreglur um fasteignir. Voru undirtektir við þetta framtak góðar og sóttu 75 lögfræðingar málþingið sem haldið var í Há- skóla Islands. Þótti þetta gefast afar vel og var haldið annað málþing strax árið eftir og fjallaði það um skattarétt. Þess konar námskeið eða málþing hafa síðan verið árlegur viðburður hjá félaginu og hafa þau jafnan verið vel sótt. Hefur efni þeirra verið afar fjölbreytilegt og spannað mörg svið lögfræðinnar. Fjöl- mennasta málþingið var haldið árið 1991 um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði sem 325 manns sóttu. 5.2 Hagsmunabarátta Eins og sést af fyrstu lögum félagsins var lögð talsverð áhersla á að félagið gætti hagsmuna lögfræðingastéttarinnar og fyrirsvars fyrir stéttina. Var þetta lengi framan af, og þá einkum á síðustu árum sjöunda áratugarins og fyrstu ár- um þess áttunda, áberandi þáttur í starfsemi félagsins. Bandalag háskólamanna (BHM) var stofnað 1958 og átti Lögfræðingafélag íslands aðild að því frá upphafi en einn helsti hvatamaður að stofnun bandalagsins var einmitt Ármann Snævarr. Vann lögfræðingafélagið í upphafi einkum að kjara- baráttu fyrir lögfræðinga með þátttöku sinni í bandalaginu. BHM hafði frá upphafi reynt að afla samningsréttar fyrir háskólamenn í opinberri þjónustu í því formi að bandalagið semdi um kaup og kjör fyrir þau störf sem samkvæmt lögum, öðrum opinberum ákvæðum, venju eða eðli máls gera kröfu um háskólamenntun. Á sjöunda áramgnum var kjarabarátta dómarafulltrúa í brennidepli og beitti félag þeirra sér sérstaklega fyrir því að lögfræðingafélagið tæki hagsmunamál þeirra upp á sína arma. Lagði dómarafulltrúafélagið áherslu á að efla þyrfti þátt- töku lögfræðingafélagsins í BHM. Á aðalfundi 1968 var lögð fram tillaga þess efnis að innan Lögfræðingafélags íslands skyldi starfa sérstök kjaramálanefnd skipuð fimm mönnum. Hlutverk nefndarinnar var að vinna að bættum kjörum lögfræðinga í þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Skyldi nefndin koma fram í umboði og nafni félagins í kjaramálum og hagsmunabaráttu þeirra. Þó skyldi hún enga kjarasamninga gera fyrir þess hönd nema með samþykki félagsstjómar. Til- lagan var samþykkt í einu hljóði.12 Kjaramálanefnd félagsins var mjög virk fyrst 12 Guðmundur Jónsson: „Frá Lögfræðingafélagi fslands". Tímarit lögfræðinga 1969, bls. 75-78 (77-78). 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.