Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 88

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 88
gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðar héraðsdómara um, að bú sé tekið til gjaldþrotaskipta. Gildir þetta án tillits til þess, sem áður kann að hafa verið um- samið eða ákveðið með öðrum hætti. I þessu felst, að þótt skuldari (þrotamaður) hefði sjálfur þurft að bíða ákveðins lausnardags, ef gjaldþrot hefði ekki borið að höndum, getur þrotabú hans greitt kröfuna í samræmi við ákvæði 99. gr. Ef þrotamaður hefur gert gagnkvæman samning, áður en úrskurður gekk um að bú hans væri tekið til skipta, en hann hefur ekki innt greiðslu sína af hendi, getur viðsemjandi hans haldið sinni greiðslu eftir. Ef viðsemjandinn hefur sent greiðslu sína, getur hann varnað því, að hún sé afhent þrotabúinu, þar til nægileg trygging hefur verið sett fyrir greiðslu frá þrotabúinu á gjalddaga, og gildir þetta einnig, þótt gjalddagi á greiðslu viðsemjandans sé kominn, sbr. 90. gr- gjþl- Samkvæmt 91. gr. gjþl. er þrotabúi heimilt að taka við réttindum og skyldum þrotamanns eftir gagnkvæmum samningi. Viðsemjandi þrotamanns getur kraf- ist þess, að þrotabúið taki afstöðu til þess innan hæfilegs frests, hvort það muni nýta sér þá heimild. I 92. gr. gjþl. kemur fram, að sé lausnardagur á greiðslu viðsemjandans kom- inn, og þrotabúið hefur nýtt sér heimild til að ganga inn í gagnkvæman samn- ing, skal þrotabúið eftir kröfu viðsemjandans inna sína greiðslu af hendi, eða, ef gjalddagi er ekki kominn, setja tryggingu fyrir greiðslu. Hafi viðsemjandinn greitt, á hann sama rétt ef hann gæti fengið greiðslunni skilað, ef þrotabúið hefði ekki nýtt heimildina. Ef samningur mælir fyrir um greiðslur af beggja hálfu smátt og smátt, skal trygging sú, sem þrotabúið setur fyrir ógreiddum kröfum, jafnan vera fyrir þeim kröfum viðsemjandans, sem fyrst urðu til eftir að úrskurður gekk um að búið væri tekið til skipta. 3. GREIÐSLUSTAÐUR 3.1 Þýðing greiðslustaðar Eins og áður hefur verið rakið heyrir það til réttra efnda á kröfu, að hún sé greidd á réttum stað og á réttum tíma. Mjög er það misjafnt að því er einstakar samningsskuldbindingar varðar, hvar þær verða efndar. Um sumar skuldbind- ingar gildir, að þær verða aðeins efndar á tilteknum stað, og á það t.d. við um leigusamninga um fasteignir og verksamninga um ákveðnar framkvæmdir eins og byggingu eða viðgerð húss eða annars mannvirkis á tilteknum stað. Hinu sama gegnir stundum um vinnusamninga, þ.e. í þeim er oft gengið út frá því, að vinnuna eigi að inna af hendi á tilteknum vinnustað og ekki annars staðar. Um aðrar skuldbindingar gildir hins vegar, að ekki skiptir öllu máli, hvar þær eru efndar. Nauðsynlegt er, að skýrar reglur gildi um greiðslustaðinn, því að ýmsir hags- munir eru honum tengdir. Skiptir þar mestu máli, að sé greiðsla ekki tímanlega innt af hendi á réttum stað, er um vanefnd af hálfu skuldara að ræða, sem heimilar beitingu vanefndaúrræða, sbr. H 1985 247. Eðli greiðslna í gagnkvæmum samningum er ólfkt, og því er misjafnlega 340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.