Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 54
greiðsludráttar. Sé þessu tímanlega skilyrði ekki fullnægt, þ.e. gjalddagi ekki kominn, er ekki um greiðsludrátt af hálfu skuldara að ræða og því ekki heimilt að beita vanefndaúrræðum í tilefni af framkomu skuldara. Akvörðun gjalddaga hefur þýðingu í margvíslegu sambandi. Þannig er það t.d. skilyrði þess, að skuldari verði dæmdur til greiðslu skuldar, að gjalddaginn sé kominn, og fyrr er ekki hægt að ganga að veði, sem stendur til tryggingar ákveðinni skuldbindingu.5 Forsenda þess, að skuldajöfnuði verði beitt, er sú að gjalddagi gagnkröfu sé kominn, dráttarvextir reiknast yfirleitt frá gjalddaga, og fyrningarfrestur byrjar yfirleitt að líða á gjalddaga kröfu.6 Það kemur stundum í ljós fyrir gjalddaga, að skuldari mun ekki geta eða mun ekki vilja efna skuldbindingu sína, þegar að gjalddaga kemur. Söluhlutur kann t.d. að hafa eyðilagst, eða skuldari lýsir því yfir að hann muni ekki efna, þar sem hann geti ekki útvegað söluhlut, hann lýsir því yfir að enginn samningur hafi komist á, eða skuldari heldur því fram, að samningurinn hafi verið vanefndur af hálfu viðsemjanda síns. Það væri ósanngjarnt, ef kröfuhafi þyrfti jafnan, þegar svona stendur á, að bíða eftir gjalddaganum til þess að geta beitt vanefndaúr- ræðum. Því er það svo, þegar gjalddagi er ekki kominn, en vanefndir eru engu að síður fyrirsjáanlegar, að kröfuhafi getur beitt vanefndaúrræðum af því tilefni. Má segja, að heimild í þeim efnum styðjist m.a. við ákvæði 28. gr. kpl., þar sem það er lagt að jöfnu, að kaupandi annars vegar greiðir ekki kaupverðið á réttum tíma og hins vegar gerir ekki þær ráðstafanir, sem greiðsla kaupverðsins er komin undir, gefur t.d. ekki út víxil. Hins vegar er augljóst mál að gera verður ríkar kröfur til sönnunar um líkindi þess, að vanefnd muni að höndum bera, svo kröfuhafa sé heimilt að beita úrræðum í tilefni fyrirsjáanlegrar vanefndar, sbr. 6. tl. 60. gr. húsaleigul.7 Eindagi er stundum skilgreindur sem ákveðið tímamark eftir gjalddaga, þeg- ar kröfuhafi hefur beint áskorun til skuldara um efndir, veitt honum ákveðinn frest til efnda eða kröfuhafi hefur fullnægt öðrum skilyrðum, sem nauðsynleg eru til þess að gera greiðsluskyldu skuldarans virka.8 5 Sjá nánar Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 44. 6 Um skuidajöfnuð sjá t.d. Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls. 362. 7 Sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 92-93, og Henry Ussing: bls. 89. í 60. gr. húsaleigul. eru talin upp þau tiivik, sem heimila leigjanda að rifta leigusamningi. Samkvæmt 6. tl. getur það heimilað riftun, ef eðlilegum afnotum eða heimilisfriði leigjanda er verulega raskað með ónæði og óþægindum vegna verulegra eða ítrekaðra brota annarra þeirra, sem afnot hafa af sama húsi, á umgengnis- eða grenndarreglum, enda hafi leigusali þrátt fyrir áskoranir vanrækt skyldur sínar samkvæmt 4. mgr. 31. gr., eða atvik séu að öðru leyti með þeim hætti, að eðlilegt sé og sann- gjarnt, að leigutaki megi rifta leigusamningi. Slík atvik geta t.d. bæði varðað eðli brota og ónæðis og eins að frekari brot og óþægindi séu fyrirsjáanleg og líkleg. 8 Sjá um danskan rétt Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 92, og Henry Ussing: Obli- gationsretten, bls. 45; Páll Sigurðsson skilgreinir hugtakið eindagi í riti sínu Kröfuréttur, almennur hluti, bls. 146. Þar segir hann, að hugtakið eindagi sé notað um það tímamark, sem þarf að vera liðið frá gjalddaga, eftir að greiðsluáskorun hefur verið gefin, til þess að um vanefnd skuldara vegna greiðsludráttar séð að ræða og vanefndaúrræði kröfuhafans geti orðið virk. 306
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.