Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 30

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 30
24 G. L.: Söngför þeir gelað kynnst íslendingum miklu betur en ella. Síðan lýsir liann Gulifossi, „fegursta fossi í Evrópu“, og Geysir „já, Geysir, hvað á maður að segja um slíkt,“ spyr höf- undurinn sjálfan sig. Úm Island þarf maður alltaf að nota iiástig lýsingarorðanna, en þegar eg á að lýsa þekktasta og mesla hver heimsins, nægir ekki orðaforði minn. Þá segir liann að lokum um sönginn á Þingvöllum: „Útisam- söngurinn í Almannagjá á Þingvöllum, hinum forna þing- stað, þegar við sungum „Hör os, Svea“ með karlakórun- um í Reykjavík svo að hamraveggirnir töluðu, er endur- minning fyrir lífið....Já, þá var íslandsferðin á enda, en hún skildi eftir minningar frá þeirri skemmtilegustu söngferð, sem eg hefi farið lil þessa. Oft hvarflar liugur- inn tilhaka til Islands, til allra okkar kæru vina þar uppi og eg er lákveðinn í þvi, áður cn langt líður, að fara þangað aftur; sá sem einu sinni liefir komið til Islands, lang- ar alltaf aftur til þessarar dásamlegu sögueyjar.“ Vér sjáum af þessum ummælum og mörgum öðrum, sem fallið liafa úr hópi Stockholms söngstúdentanna, að þeir hafa haft ánægju af komunni hingað. Engum, sem los þessi ummæli og önnur lík, getur dulist, hvc innilega glaðir gestir okkar eru yfir komu sinni liingað og dvöl. — Ánægjan liefir orðið gagnkvæm og þá er tilganginum náð. Guðl. Rósiríkranz. Samband íslenzka karlakóra hafði kynningarkvöld i ntvarp- inu 9. apríl síðastliðinn. Sungu þá fiinm karlakórar: „Fóst- bræður“, „Karlakór Iðnaðar- manna“, „Þrestir“ úr Hafnar- firði, „Karlakór lögreglunnar í Reykjavík" og „Kátir félagar", en „Karlakór Reykjavíkur" og „Karlakór Alþýðu" gótu ekki látið til sín heyra við þetta tækifæri, vegna veikinda söng- stjóranna. Stutt erindi fluttu Ólafur Pálsson formaður Sam- bandsins, Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugarvalni, Ólaf- ur Björnsson kaupmaður á Akranesi, Sigurður Skúlason magister, Baldur Andrésson cand. theol. og séra Sigurgeir Sigurðsson á ísafirði. Væri vel farið, að útvarpið vihli sýna sambandinu þá góðvild aftur, að gefa því kost ó að halda fleiri slik kynningarkvöld.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.